Viðskipti innlent

Bandaríkjamaður fjárfestir fyrir milljarð í fasteignum

Bandaríski fjárfestirinn Michael Jenkins hefur verið umsvifamikill á fasteignamarkaði undanfarna mánuði og í dag á hann 23 íbúðir ásamt Kirkjuhvoli, Kaaberhúsinu og hlut í Sætúni 4 og 10.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að nafn bandaríska fjárfestisins Michael Jenkins kom fyrst fram í kringum stofnum helgarblaðsins Fréttatímans þar sem hann lánaði til rekstrarins. Síðan þá hefur hann verið umsvifamikill kaupandi á fasteignum í gegnum félagið Þórsgarð sem er 50% í eigu hans en framkvæmdastjórar félagsins skipta með sér hinum 50%, þær Valdís Fjölnisdóttir og Eygló Rós Agnarsdóttir. Samtals nema fjárfestingar hans undanfarið meira en milljarði íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×