Viðskipti innlent

Verðhjöðnun sé horft framhjá útsölulokum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greiningadeild Arion banka segir að ef horft sé framhjá áhrifum útsöluloka, mælist verðhjöðnun í ágúst. Vegna útsölulokanna hækkaði neysluverðsvísitalan hins vegar um 0,26%. Greining Arion segir að þetta veki sérstaka athygli sökum þess að þegar Seðlabankinn hækkaði vexti um 25 punkta á dögunum hafi hann varað sérstaklega við verri verðbólguhorfum.

Greiningadeild Arion banka bendir á að í síðustu viku hafi Seðlabankinn gefið út verðbólguspá sem sé mjög svartsýn. Seðlabankinn hafi reyndar hingað til brennt sig á því að vanspá verðbólgu á árinu og því ítrekað þurft að hækka spá sína við útgáfu nýrra Peningamála. Hins vegar megi nú velta því fyrir sér hvort bankinn hafi ekki rækilega skotið sig í hinn fótinn og vanmetið kraft framleiðsluslakans í hagkerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×