Viðskipti innlent

Síðasta endurskoðunin afgreidd hjá AGS eftir hádegi

Síðasta endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands verður tekin fyrir í stjórn sjóðsins í Washington í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist eftir hádegið í dag. Þar með lýkur formlega samstarfi AGS og Íslands sem staðið hefur yfir frá því eftir hrunið haustið 2008.

Þrátt fyrir að formlegu samstarfi AGS og Íslands ljúki þannig í dag verða íslensk stjórnvöld enn í samvinnu við sjóðinn enda á hann mikilla hagsmuna að gæta sökum þeirra lána sem Íslendingar hafa fengið frá sjóðnum. Lán sem einkum hafa verið notuð til að styrkja gjaldeyrisforða landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×