Viðskipti innlent

Hagnaður HS Veitna nam 124 milljónum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagnaður HS Veitna á fyrri helmingi ársins nam 124 milljónum króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem samþykktur var í morgun. Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 2700 milljónum krónja á fyrstu sex mánuðum ársins.

Eignir félagsins námu um 16,8 milljörðum króna í lok júní síðastliðins og eigið fé var 8,6 milljarðar sem er um 51% af heildarfjármagni.

HS Veitur urðu til í desember árið 2008 þegar Hitaveita Suðurnesjar skiptist í HS Orku og HS Veitur. Félagið annast dreifingu á rafmagni, heitu vatni og köldu vatni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×