Vettel hefur ekki áhyggjur af sigurleysinu 26. ágúst 2011 23:36 Sebastian Vettel er rólegur yfir stöðunni í Formúlu 1, þó hann hafi ekki unnið þrjú síðustu mót. AP mynd: Yves Logghe Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Aðspurður af fréttamönnum á mótsstað helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu í frétt á autosport.com hvort hann hefði áhyggjur af gangi mála í síðustu mótum sagði Vettel: „Nei. Alls ekki. Þetta snýst alltaf um hvernig maður snýr hlutunum. Þið eruð þeir sem hafa áhyggjur. Við höfum átt erfitt uppdráttar á stundum, en þetta hefur virkað sem skyldi. Það er engin dramatík og því hef ég ekki áhyggjur", sagði Vettel. „Við skoðum þessa mótshelgina hvar við stöndum. Veðrið er rysjótt og við sjáum hvað setur. Ég er með nokkuð gott sjálfstraust fyrir keppnina. Við höfum lært ýmislegt í síðustu mótum og sjáum hve mikið um helgina." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót, en engu að síður er Vettel með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. „Kannski vorum við ekki alveg með á nótunum, en þeim (Mclaren) hefur gengið vel og unnu mótin hreint og beint. Við verðum að sætta okkur við það. Ég kann ekki við það og við verðum að snúa málum okkur í hag. En við virðum líka önnur lið. Ég virði aðra ökumenn og það eru nokkrir góðir í Formúlu 1. Það er engin ósigrandi", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Aðspurður af fréttamönnum á mótsstað helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu í frétt á autosport.com hvort hann hefði áhyggjur af gangi mála í síðustu mótum sagði Vettel: „Nei. Alls ekki. Þetta snýst alltaf um hvernig maður snýr hlutunum. Þið eruð þeir sem hafa áhyggjur. Við höfum átt erfitt uppdráttar á stundum, en þetta hefur virkað sem skyldi. Það er engin dramatík og því hef ég ekki áhyggjur", sagði Vettel. „Við skoðum þessa mótshelgina hvar við stöndum. Veðrið er rysjótt og við sjáum hvað setur. Ég er með nokkuð gott sjálfstraust fyrir keppnina. Við höfum lært ýmislegt í síðustu mótum og sjáum hve mikið um helgina." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót, en engu að síður er Vettel með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. „Kannski vorum við ekki alveg með á nótunum, en þeim (Mclaren) hefur gengið vel og unnu mótin hreint og beint. Við verðum að sætta okkur við það. Ég kann ekki við það og við verðum að snúa málum okkur í hag. En við virðum líka önnur lið. Ég virði aðra ökumenn og það eru nokkrir góðir í Formúlu 1. Það er engin ósigrandi", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira