Stjörnuakstur Schumacher í tímamótakeppni 28. ágúst 2011 20:33 Michael Schumacher vann sig upp í 19 sæti í kappakstrinum á Spa brautinni í dag. AP mynd: Frank Augstein Michael Schumacher sýndi það og sannaði í dag í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum að það er enn mikið í hann spunnið sem ökumann í Formúlu 1. Schumacher vann sig upp úr 24 og neðsta sæti á ráslínu í það fimmta. Hann tapaði afturhjóli undan bílnum í gær í tímatökum og ræsti því síðastur af stað í keppnina í dag. Tuttugu ár eru síðan Schumacher hóf að keppa í Formúlu 1 og það var einmitt á Spa brautinni árið 1991 og það sem gerðist í tímatökunni í gær var því áfall fyrir kappann og ekki síður Mercedes liðið. Eitthvað brást í afturhjólabúnaði bílsins þegar Schumacher var tiltölulega nýkominn inn á brautina í tímatökuna. „Þetta var dásamlegur endur á dásamlegri helgi á Spa. Ég hefði ekki getað komist ofar en í fimmta sæti, en það var góð tilfinning að vinna sig upp um 19 sæti", sagði Schumacher. Vinir hans og fjölskylda var á staðnum, auk fjölda áhangenda hans gegnum tíðina. „Það gaf mér aukinn styrk og ég vil þakka öllum stuðninginn. Fólk upplifði spennandi keppni og keppnisáætlun okkar var vel útfærð. Í heildina litið var þetta tilfinningaríkt og mikið um framúrakstur í dag. Ég hafði áhyggjur af því í upphafi að eitthvað af fljúgandi hlutum (eftir samstuð bíla eftir ræsinguna) gæti lent á bíl mínum og skemmt hann, en ég var heppinn og ekkert slíkt gerðist. Eftir það var bara gaman að elta keppinauta uppi og taka framúr", sagði Schumacher. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Michael Schumacher sýndi það og sannaði í dag í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum að það er enn mikið í hann spunnið sem ökumann í Formúlu 1. Schumacher vann sig upp úr 24 og neðsta sæti á ráslínu í það fimmta. Hann tapaði afturhjóli undan bílnum í gær í tímatökum og ræsti því síðastur af stað í keppnina í dag. Tuttugu ár eru síðan Schumacher hóf að keppa í Formúlu 1 og það var einmitt á Spa brautinni árið 1991 og það sem gerðist í tímatökunni í gær var því áfall fyrir kappann og ekki síður Mercedes liðið. Eitthvað brást í afturhjólabúnaði bílsins þegar Schumacher var tiltölulega nýkominn inn á brautina í tímatökuna. „Þetta var dásamlegur endur á dásamlegri helgi á Spa. Ég hefði ekki getað komist ofar en í fimmta sæti, en það var góð tilfinning að vinna sig upp um 19 sæti", sagði Schumacher. Vinir hans og fjölskylda var á staðnum, auk fjölda áhangenda hans gegnum tíðina. „Það gaf mér aukinn styrk og ég vil þakka öllum stuðninginn. Fólk upplifði spennandi keppni og keppnisáætlun okkar var vel útfærð. Í heildina litið var þetta tilfinningaríkt og mikið um framúrakstur í dag. Ég hafði áhyggjur af því í upphafi að eitthvað af fljúgandi hlutum (eftir samstuð bíla eftir ræsinguna) gæti lent á bíl mínum og skemmt hann, en ég var heppinn og ekkert slíkt gerðist. Eftir það var bara gaman að elta keppinauta uppi og taka framúr", sagði Schumacher.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira