Stjörnuakstur Schumacher í tímamótakeppni 28. ágúst 2011 20:33 Michael Schumacher vann sig upp í 19 sæti í kappakstrinum á Spa brautinni í dag. AP mynd: Frank Augstein Michael Schumacher sýndi það og sannaði í dag í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum að það er enn mikið í hann spunnið sem ökumann í Formúlu 1. Schumacher vann sig upp úr 24 og neðsta sæti á ráslínu í það fimmta. Hann tapaði afturhjóli undan bílnum í gær í tímatökum og ræsti því síðastur af stað í keppnina í dag. Tuttugu ár eru síðan Schumacher hóf að keppa í Formúlu 1 og það var einmitt á Spa brautinni árið 1991 og það sem gerðist í tímatökunni í gær var því áfall fyrir kappann og ekki síður Mercedes liðið. Eitthvað brást í afturhjólabúnaði bílsins þegar Schumacher var tiltölulega nýkominn inn á brautina í tímatökuna. „Þetta var dásamlegur endur á dásamlegri helgi á Spa. Ég hefði ekki getað komist ofar en í fimmta sæti, en það var góð tilfinning að vinna sig upp um 19 sæti", sagði Schumacher. Vinir hans og fjölskylda var á staðnum, auk fjölda áhangenda hans gegnum tíðina. „Það gaf mér aukinn styrk og ég vil þakka öllum stuðninginn. Fólk upplifði spennandi keppni og keppnisáætlun okkar var vel útfærð. Í heildina litið var þetta tilfinningaríkt og mikið um framúrakstur í dag. Ég hafði áhyggjur af því í upphafi að eitthvað af fljúgandi hlutum (eftir samstuð bíla eftir ræsinguna) gæti lent á bíl mínum og skemmt hann, en ég var heppinn og ekkert slíkt gerðist. Eftir það var bara gaman að elta keppinauta uppi og taka framúr", sagði Schumacher. Formúla Íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher sýndi það og sannaði í dag í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum að það er enn mikið í hann spunnið sem ökumann í Formúlu 1. Schumacher vann sig upp úr 24 og neðsta sæti á ráslínu í það fimmta. Hann tapaði afturhjóli undan bílnum í gær í tímatökum og ræsti því síðastur af stað í keppnina í dag. Tuttugu ár eru síðan Schumacher hóf að keppa í Formúlu 1 og það var einmitt á Spa brautinni árið 1991 og það sem gerðist í tímatökunni í gær var því áfall fyrir kappann og ekki síður Mercedes liðið. Eitthvað brást í afturhjólabúnaði bílsins þegar Schumacher var tiltölulega nýkominn inn á brautina í tímatökuna. „Þetta var dásamlegur endur á dásamlegri helgi á Spa. Ég hefði ekki getað komist ofar en í fimmta sæti, en það var góð tilfinning að vinna sig upp um 19 sæti", sagði Schumacher. Vinir hans og fjölskylda var á staðnum, auk fjölda áhangenda hans gegnum tíðina. „Það gaf mér aukinn styrk og ég vil þakka öllum stuðninginn. Fólk upplifði spennandi keppni og keppnisáætlun okkar var vel útfærð. Í heildina litið var þetta tilfinningaríkt og mikið um framúrakstur í dag. Ég hafði áhyggjur af því í upphafi að eitthvað af fljúgandi hlutum (eftir samstuð bíla eftir ræsinguna) gæti lent á bíl mínum og skemmt hann, en ég var heppinn og ekkert slíkt gerðist. Eftir það var bara gaman að elta keppinauta uppi og taka framúr", sagði Schumacher.
Formúla Íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira