Segir markaðsóróa hafa takmörkuð áhrif hérlendis 12. ágúst 2011 11:50 Það mikla umrót sem verið hefur á erlendum fjármálamörkuðum undanfarið hefur takmörkuð áhrif hér á landi. Staða hagkerfisins er gjörbreytt frá því sem var fyrir hrun hvað þetta varðar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að erlend skulda- og eignastaða þjóðarbúsins og ekki síst bankakerfisins er nú allt önnur en hún var og gerir það hagkerfið mun ónæmara fyrir erlendum áhrifum umróts. Þá takmarka gjaldeyrishöftin áhrif á gengi krónunnar. Staðan undirstrikar hvað uppbygging hagkerfisins ræður miklu um áhrifin af erlendum áföllum. Segja má að íslenskt hagkerfi hafi sveiflast stanganna á milli í þeim efnum á síðustu árum þ.e. frá því að vera galopið og afar næmt fyrir erlendum áhrifum yfir í að vera lokað og ónæmt.Ef frá eru taldar eignir innlánsstofnanna í slitameðferð voru erlendar eignir þjóðarbúsins 2.515 miljarðar kr. í lok fyrsta ársfjórðungs í ár. Af því var hlutafé 690 milljarðar kr. og bein fjárfesting erlendis 683 milljarðar kr. Fyrir hrun þ.e. í lok árs 2007 voru þessar eignir 6.720 milljarðar kr. og af því hlutafé upp á 1.278 milljarðar kr. og bein fjárfesting erlendis 1.554 milljarðar kr. Landinn á því mun minna undir þróun erlendra eignamarkaða en áður en erlenda eignastaðan er þó enn talsverð. Lífeyrissjóðirnir áttu þannig t.d. 418 milljarða kr. í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins og hafði sú eign hækkað um 32 milljarða kr. frá upphafi árs. Er líklegt að öll sú eignaaukning hafi farið í lækkunum á erlendum hlutabréfamörkuðum undanfarið. Það sem skiptir samt þó meira máli þegar kemur að áhrifum erlendra fjármálamarkaða á hérlend efnahagsmál er hvernig tengsl við erlenda lánamarkaði hafa breyst frá því fyrir hrun. Íslenskt hagkerfi var afar háð erlendum lánamörkuðum fyrir hrun og endurfjármögnunarþörf þess mikil en nú er þessu ekki þannig farið. Erlendar skuldir þjóðarbúsins voru 8.180 milljarðar kr. í lok árs 2007 en eru nú 3.326 milljarðar kr. Breytingin er einna mest hjá bönkunum sem nú eru fjármagnaðir að mestu með innlendum innlánum en voru áður að mestu fjármagnaðir með erlendu fjármagni. Stutt erlend lán og innstæður voru stór hluti þessara erlendu lána rétt fyrir hrun og endurfármögnunarþörfin var þannig mikil ólíkt því sem nú er. Ástæða hinnar alþjóðlegu niðursveiflu eru áhyggjur af ríkisfjármálum. Skuldastaða íslenska ríkisins er í þeim samanburði ekki góð. Ríkið hefur tekið á sig miklar skuldir vegna hruns bankanna og með hallarekstri á krepputíma síðustu ára. Lánshæfiseinkunn ríkisins hefur hríðfallið vegna þessa. Erlend skuldasöfnun ríkisins frá hruni hefur hins vegar fyrst og fremst verið til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans og þar eru eignir á móti. Lausafjárstaða hans er góð og næg til að mæta afborgunum lána nokkuð langt fram í tíman. Gjaldeyrishöftin hafa gert innlenda fjármögnun hallareksturs hins opinbera mögulega. Án þeirra er sennilegt að ríkissjóður væri í vandræðum sem hefði áhrif á hagkerfið allt líkt og í öðrum ríkjum þar sem skuldastaða ríkisins er slæm. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Það mikla umrót sem verið hefur á erlendum fjármálamörkuðum undanfarið hefur takmörkuð áhrif hér á landi. Staða hagkerfisins er gjörbreytt frá því sem var fyrir hrun hvað þetta varðar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að erlend skulda- og eignastaða þjóðarbúsins og ekki síst bankakerfisins er nú allt önnur en hún var og gerir það hagkerfið mun ónæmara fyrir erlendum áhrifum umróts. Þá takmarka gjaldeyrishöftin áhrif á gengi krónunnar. Staðan undirstrikar hvað uppbygging hagkerfisins ræður miklu um áhrifin af erlendum áföllum. Segja má að íslenskt hagkerfi hafi sveiflast stanganna á milli í þeim efnum á síðustu árum þ.e. frá því að vera galopið og afar næmt fyrir erlendum áhrifum yfir í að vera lokað og ónæmt.Ef frá eru taldar eignir innlánsstofnanna í slitameðferð voru erlendar eignir þjóðarbúsins 2.515 miljarðar kr. í lok fyrsta ársfjórðungs í ár. Af því var hlutafé 690 milljarðar kr. og bein fjárfesting erlendis 683 milljarðar kr. Fyrir hrun þ.e. í lok árs 2007 voru þessar eignir 6.720 milljarðar kr. og af því hlutafé upp á 1.278 milljarðar kr. og bein fjárfesting erlendis 1.554 milljarðar kr. Landinn á því mun minna undir þróun erlendra eignamarkaða en áður en erlenda eignastaðan er þó enn talsverð. Lífeyrissjóðirnir áttu þannig t.d. 418 milljarða kr. í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum í lok júlí síðastliðins og hafði sú eign hækkað um 32 milljarða kr. frá upphafi árs. Er líklegt að öll sú eignaaukning hafi farið í lækkunum á erlendum hlutabréfamörkuðum undanfarið. Það sem skiptir samt þó meira máli þegar kemur að áhrifum erlendra fjármálamarkaða á hérlend efnahagsmál er hvernig tengsl við erlenda lánamarkaði hafa breyst frá því fyrir hrun. Íslenskt hagkerfi var afar háð erlendum lánamörkuðum fyrir hrun og endurfjármögnunarþörf þess mikil en nú er þessu ekki þannig farið. Erlendar skuldir þjóðarbúsins voru 8.180 milljarðar kr. í lok árs 2007 en eru nú 3.326 milljarðar kr. Breytingin er einna mest hjá bönkunum sem nú eru fjármagnaðir að mestu með innlendum innlánum en voru áður að mestu fjármagnaðir með erlendu fjármagni. Stutt erlend lán og innstæður voru stór hluti þessara erlendu lána rétt fyrir hrun og endurfármögnunarþörfin var þannig mikil ólíkt því sem nú er. Ástæða hinnar alþjóðlegu niðursveiflu eru áhyggjur af ríkisfjármálum. Skuldastaða íslenska ríkisins er í þeim samanburði ekki góð. Ríkið hefur tekið á sig miklar skuldir vegna hruns bankanna og með hallarekstri á krepputíma síðustu ára. Lánshæfiseinkunn ríkisins hefur hríðfallið vegna þessa. Erlend skuldasöfnun ríkisins frá hruni hefur hins vegar fyrst og fremst verið til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans og þar eru eignir á móti. Lausafjárstaða hans er góð og næg til að mæta afborgunum lána nokkuð langt fram í tíman. Gjaldeyrishöftin hafa gert innlenda fjármögnun hallareksturs hins opinbera mögulega. Án þeirra er sennilegt að ríkissjóður væri í vandræðum sem hefði áhrif á hagkerfið allt líkt og í öðrum ríkjum þar sem skuldastaða ríkisins er slæm.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur