Dönsk fyrirsæta borgaði ekki skatt í 6 ár 12. ágúst 2011 14:43 Danskir fjölmiðlar fjalla mikið í dag um dómsmál sem skattyfirvöld reka gegn hinni þekktu dönsku fyrirsætu Camillu Vest Nielsen. Í ljós hefur komið að Camilla borgaði hvergi skatta í ein sex ár og er því talin skulda 6,5 milljónir danskra kr. eða um 130 milljónir kr., í skatta. Í umfjöllun um málið á vefsíðu börsen segir að árið 1995 hafi Camilla flutt til Bandaríkjanna ásamt eiginmanni sínum Peder Nielsen sem vinnur sem hagfræðingur hjá A.P Möller-Mærsk. Árið 2000 segir hún sig frá lögheimili sínu í Bandaríkjunum en skráir sig hvergi annarsstaðar til lögheimilis. Það er ekki fyrr en árið 2006 að hún skráir lögheimili sitt að nýju í Danmörku. Danski skatturinn telur sig geta sannað að Camilla hafi búið í rándýrri íbúð eiginmanns síns í Danmörku þessi sex ár sem þarna liðu á milli, það er hafi dvalið þar meir en 180 daga á ári sem eru tímamörkin fyrir því að borga skatta í Danmörku. Þetta getur skatturinn sýnt fram á með upplýsingum úr ýmsum gögnum, eins og tölvusamskiptum þeirra hjóna og farsímasamtölum. Þá er eiginmaðurinn, Peder Nielsen, einnig ákærður í málinu fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína við skattsvikin. Inn í málið blandast að þau hjónin stofnuðu svokallað skúffufélag í Lúxemborg en í gegnum það fóru allar tekjur hennar frá árinu 2000. Þau hjónin segjast vera saklaus af þessum ákærum. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danskir fjölmiðlar fjalla mikið í dag um dómsmál sem skattyfirvöld reka gegn hinni þekktu dönsku fyrirsætu Camillu Vest Nielsen. Í ljós hefur komið að Camilla borgaði hvergi skatta í ein sex ár og er því talin skulda 6,5 milljónir danskra kr. eða um 130 milljónir kr., í skatta. Í umfjöllun um málið á vefsíðu börsen segir að árið 1995 hafi Camilla flutt til Bandaríkjanna ásamt eiginmanni sínum Peder Nielsen sem vinnur sem hagfræðingur hjá A.P Möller-Mærsk. Árið 2000 segir hún sig frá lögheimili sínu í Bandaríkjunum en skráir sig hvergi annarsstaðar til lögheimilis. Það er ekki fyrr en árið 2006 að hún skráir lögheimili sitt að nýju í Danmörku. Danski skatturinn telur sig geta sannað að Camilla hafi búið í rándýrri íbúð eiginmanns síns í Danmörku þessi sex ár sem þarna liðu á milli, það er hafi dvalið þar meir en 180 daga á ári sem eru tímamörkin fyrir því að borga skatta í Danmörku. Þetta getur skatturinn sýnt fram á með upplýsingum úr ýmsum gögnum, eins og tölvusamskiptum þeirra hjóna og farsímasamtölum. Þá er eiginmaðurinn, Peder Nielsen, einnig ákærður í málinu fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína við skattsvikin. Inn í málið blandast að þau hjónin stofnuðu svokallað skúffufélag í Lúxemborg en í gegnum það fóru allar tekjur hennar frá árinu 2000. Þau hjónin segjast vera saklaus af þessum ákærum.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira