Horner: Vettel hungraður í sigur 15. ágúst 2011 14:20 Sebastian Vettel á Red Bull er með bestan árangur í mótum ársins í Formúlu 1. Hann hefur þó ekki unnið þrjú síðustu mót. Mynd: Getty Images/Lars Baron/Red Bull Racing Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Formúlu 1 ökumenn eru í sumarfríi þessa dagana, en næst verður keppt um aðra helgi á Spa brautinni í Belgíu. „Hann er aðdáunarverður þegar það er álag á honum og kemur mér sífellt á óvart þegar álagið er mikið", sagði Horner um Vettel í frétt á autosport.com. Vettel hefur náð stigum í öllum 11 mótum ársins á árinu og lakasti árangur hans er fjórða sæti í þýska kappakstrinum í liðnum mánuði, en annars hefur hann ætið komist á verðlaunapall í mótum. „Hann (Vettel) varð fjórði í Þýskalandi, en ef skoðaður er árangur keppinauta hans, þá hefur þeim gengið mun verr þegar verst gekk. Hann hefur náð sex sigrum, tvisvar verið öðru sæti og svo fjórða. Það er ekki slæmt og hann hefur getað unnið þrjú mót til viðbótar." „Hann (Vettel) tapaði í síðasta hring í Kanada og tapaði í Kína í lokin og á Silverstone var hann í forystu þar til tjakkur bilaði (í þjónustuhléi). Eina mótið sem hann leiddi ekki var á Nürburgring og það er í sjálfu sér merkileg tölfræði. Vettel hefur verið spurður á því reglulega á mótshelgum hvort hann ætli að slaka á klónni í ljósi stigaforystunnar, en hann getur landað titlinum þó hann nái bara þriðja sæti í þeim átta mótum sem eftir eru. En Vettel vill stefna á toppárangur í hverri keppni. „Þannig mætir hann í hverja keppni. Hann verður að sækja. Hann er hungraður í sigur", sagði Horner um málið. „Hann er nógu skynsamur til að vita að þegar hann getur ekki unnið, þá þarf hann að ná í stig. En markmið hans er að vinna öll mót sem hann tekur þátt í", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Formúlu 1 ökumenn eru í sumarfríi þessa dagana, en næst verður keppt um aðra helgi á Spa brautinni í Belgíu. „Hann er aðdáunarverður þegar það er álag á honum og kemur mér sífellt á óvart þegar álagið er mikið", sagði Horner um Vettel í frétt á autosport.com. Vettel hefur náð stigum í öllum 11 mótum ársins á árinu og lakasti árangur hans er fjórða sæti í þýska kappakstrinum í liðnum mánuði, en annars hefur hann ætið komist á verðlaunapall í mótum. „Hann (Vettel) varð fjórði í Þýskalandi, en ef skoðaður er árangur keppinauta hans, þá hefur þeim gengið mun verr þegar verst gekk. Hann hefur náð sex sigrum, tvisvar verið öðru sæti og svo fjórða. Það er ekki slæmt og hann hefur getað unnið þrjú mót til viðbótar." „Hann (Vettel) tapaði í síðasta hring í Kanada og tapaði í Kína í lokin og á Silverstone var hann í forystu þar til tjakkur bilaði (í þjónustuhléi). Eina mótið sem hann leiddi ekki var á Nürburgring og það er í sjálfu sér merkileg tölfræði. Vettel hefur verið spurður á því reglulega á mótshelgum hvort hann ætli að slaka á klónni í ljósi stigaforystunnar, en hann getur landað titlinum þó hann nái bara þriðja sæti í þeim átta mótum sem eftir eru. En Vettel vill stefna á toppárangur í hverri keppni. „Þannig mætir hann í hverja keppni. Hann verður að sækja. Hann er hungraður í sigur", sagði Horner um málið. „Hann er nógu skynsamur til að vita að þegar hann getur ekki unnið, þá þarf hann að ná í stig. En markmið hans er að vinna öll mót sem hann tekur þátt í", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira