Viðskipti innlent

Ríkissjóður réttir áfram úr kútnum

Rekstur hins opinbera heldur áfram að rétta úr kútnum. Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 29,7 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins en var neikvætt um 36,5 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra.

Tekjur drógust saman um 18,3 milljarða kr. en á sama tíma drógust gjöldin saman um 12,5 milljarða kr. milli ára. Þetta er betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 45,6 milljarða kr.að því er segir á vefsíðu fjármálaráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×