Viðskipti innlent

Myntsafn Seðlabankans opið á Menningarnótt

Í tilefni af Menningarnótt í Reykjavík á laugardag verður Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns á Kalkofnsvegi 1 opið frá kl. 14:00 til 17:00.

Á vefsíðu bankans segir að athygli sé vakin á sýningunni OPINBER MYND en á henni má sjá ýmislegt efni sem tengist Jóni Sigurðssyni forseta svo sem peningaseðla, tilefnismynt, frímerki og aðra opinbera útgáfu með mynd Jóns Sigurðssonar ásamt minjagripum og öðrum varningi. 

Rúnar Þórisson leikur á klassískan gítar í upphafi sýningartímans. Aðgangur að safninu er um aðaldyr bankans frá Arnarhóli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×