Ítalir funda um alvarlega stöðu landsins 2. ágúst 2011 10:41 Fulltrúar í fjármálastöðugleikanefnd Ítalíu koma til fundar í dag þar sem ræða á alvarlega stöðu landsins. Óróinn sem ríkir á fjármálamörkuðum ógnar stöðuleika ítalska ríkisins og er lántökukostnaður þess að verða svo hár að málin gætu þróast yfir í djúpa skuldakreppu. Fjallað er um málið í frétt á Reuters. Þar segir að vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára séu komnir yfir 6% sem þýðir að skuldirnar teljast ósjálfbærar til lengri tíma. Vaxtamunurinn á ítölsku bréfunum og þeim þýsku er nú 3,85 prósentustig sem er mesti munur í sögunni. Fjármálastöðugleikanefndin samanstendur af fulltrúum frá ítalska efnahagsráðuneytinu, seðlabanka landsins, fjármálaeftirlitinu og tryggingarsjóði innistæðueigenda. Þá mun Giulio Tremonte efnahagsmálaráðherra landsins sitja fundinn sem og fjármálaráðherrann Vittorio Grilli. Fram kemur í frétt Reuters að fjárfestar hafi áhyggjur af stöðu Tremonti innan ítölsku stjórnarinnar en grunnt mun á því góða með honum og Silvio Berlusconi forsætisráðherra. Tremonti hefur þótt standa sig mjög vel í embætti sínu og hefur á sér ímynd stöðugleika í annars óstöðugu stjórnmálalífi landsins. Það er einkum honum að þakka að Ítalía hefur ekki verið eins í sviðsljósinu og Grikkland og Portúgal. Ítalskir bankar hafa orðið verulega fyrir barðinu á ástandinu en hlutir í þeim hafa fallið um yfir 20% að jafnaði það sem af er árinu. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fulltrúar í fjármálastöðugleikanefnd Ítalíu koma til fundar í dag þar sem ræða á alvarlega stöðu landsins. Óróinn sem ríkir á fjármálamörkuðum ógnar stöðuleika ítalska ríkisins og er lántökukostnaður þess að verða svo hár að málin gætu þróast yfir í djúpa skuldakreppu. Fjallað er um málið í frétt á Reuters. Þar segir að vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára séu komnir yfir 6% sem þýðir að skuldirnar teljast ósjálfbærar til lengri tíma. Vaxtamunurinn á ítölsku bréfunum og þeim þýsku er nú 3,85 prósentustig sem er mesti munur í sögunni. Fjármálastöðugleikanefndin samanstendur af fulltrúum frá ítalska efnahagsráðuneytinu, seðlabanka landsins, fjármálaeftirlitinu og tryggingarsjóði innistæðueigenda. Þá mun Giulio Tremonte efnahagsmálaráðherra landsins sitja fundinn sem og fjármálaráðherrann Vittorio Grilli. Fram kemur í frétt Reuters að fjárfestar hafi áhyggjur af stöðu Tremonti innan ítölsku stjórnarinnar en grunnt mun á því góða með honum og Silvio Berlusconi forsætisráðherra. Tremonti hefur þótt standa sig mjög vel í embætti sínu og hefur á sér ímynd stöðugleika í annars óstöðugu stjórnmálalífi landsins. Það er einkum honum að þakka að Ítalía hefur ekki verið eins í sviðsljósinu og Grikkland og Portúgal. Ítalskir bankar hafa orðið verulega fyrir barðinu á ástandinu en hlutir í þeim hafa fallið um yfir 20% að jafnaði það sem af er árinu.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira