Innlent

Áttunda Jökulsárhlaupið hafið

Jökulsárhlaupið endar í Ásbyrgi.
Jökulsárhlaupið endar í Ásbyrgi.
Jökulsárhlaupið hófst nú á hádegi þegar 74 manns lögðu af stað í 32,7 km langt hlaup um Jökulsárgljúfur, frá Dettifossi að Ásbyrgi. Þetta er áttunda Jökulsárhlaupið sem fram fer í Jökulsárgljúfrum í Vatnajökulsþjóðgarði, en alls eru 320 manns skráðir í hlaupið.

Það var Böðvar Pétursson, svæðisstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, sem ræsti hlaupið frá Dettifossi, en jafnframt er boðið upp á tvær styttri hlaupaleiðir; 21,2 kílómetra leið frá Hólmatungum í Ásbyrgi og 13 kílómetra leið frá Hljóðaklettum í Ásbyrgi.

Hlauparar lögðu einnig af stað frá Hólmatungum nú klukkan eitt en þriðji hópurinn mun síðan leggja af stað frá Hljóðaklettum klukkan tvö.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×