Erlent

Réttað yfir Hosni Mubarak í lögregluskóla

Mubarak hefur verið heilsutæpur og hefur óvissa ríkt um hvor heilsan leyfði að hann kæmi fyrir rétt.
Mubarak hefur verið heilsutæpur og hefur óvissa ríkt um hvor heilsan leyfði að hann kæmi fyrir rétt. Mynd/AP
Réttarhöld yfir Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta Egyptalands, sem hefjast á miðvikudaginn hafa verið færð til af öryggisástæðum. Til stóð að rétta yfir honum í miðborg Kaíró eða í strandbænum Sharm el-Sheikh þar sem Mubarak og fjölskylda hans hafa dvalið frá því hann hrökklaðist frá völdum fyrr á árinu. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að réttarhöldin fari fram í lögregluskóla í útjaðri Kaíró. Þetta er gert til að tryggja öryggi Mubaraks, dómara og annarra sem verða viðstaddir réttarhöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×