Erlent

Forsetafrúin má ekki bjóða sig fram til forseta

Sandra Torres kom fyrir Hæstarétt á föstudaginn og reyndi að sannfæra dómara um að framboð hennar væri löglegt. Það tókst ekki.
Sandra Torres kom fyrir Hæstarétt á föstudaginn og reyndi að sannfæra dómara um að framboð hennar væri löglegt. Það tókst ekki. Mynd/AP
Sandra Torres, fyrrverandi forsetafrú Gvatemala, fær ekki að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum sem fram fara í september. Hæstiréttur landsins komst að þessari niðurstöðu í dag.

Alvaro Colom, núverandi forseti, getur ekki sóst eftir endurkjöri oa þá banna lög landsins að nánir ættingjar bjóði sig fram til embættisins þegar valdatíma forsetans lýkur. Af þeim  sökum var tilkynnt í mars að Sandra hefði sótt um skilnað eftir átta ára hjónaband. Lögskilnaðurinn tók gildi í síðasta mánuði. Sandra hefur verið áberandi undanfarin ár og veitt Alvaro og ríkisstjórn ráðgjöf. Um svipað leyti og tilkynnt var um skilnaðinn var greint frá því að Sandra yrði forsetaefni stjórnarflokksins.

Stjórnarandstaðan í Gvatemala hefur sagt að málamyndagjörning væri að ræða og hjónin væru með þessu að reyna að fara fram hjá stjórnarskrá landsins.

Framboð Söndru kom loks inn á borð Hæstaréttar Gvatemala sem fyrr segir komst að þeirri niðurstöðu að henni væri óheimilt að bjóða sig fram. Aðeins einn af 13 dómurum töldu að Söndru væri leyfilegt að bjóða sig fram í forsetakosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×