Erlent

Drusluganga í Nýju-Delí

Mynd/AP
Hundruð kvenna tóku þátt í druslugöngu í Nýju-Delí í dag en líkt og í öðrum sambærilegum göngum er ætlunin að vekja athygli á fordómum sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi.

Fyrsta druslugangan, eða slut walk eins og fyrirbærið er kallað á ensku, var haldin í Toronto í apríl eftir að lögreglustjóri borgarinnar hafði sagt að konur þyrftu að passa sig á því að klæða sig ekki eins og druslur til að minnka líkur á því að þeim yrði nauðgað. Gangan vakti mikla athygli og fleiri druslugöngur voru haldnar víða um heim. Slíkar göngur voru farnar á fjórum stöðum hér á landi um síðustu helgi.

Gangan í Nýju-Delí er sú fyrsta sem farin er á Indlandi. Talið er að 22 þúsund konum sé að jafnaði nauðgað á Indlandi á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×