Domino's selt á 210 milljónir - stofnandinn eignast fyrirtækið aftur 19. júlí 2011 15:15 Mynd úr safni Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International en hún er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Birgir Þór stofnaði Pizza-pizza ehf. árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005. Nú sex árum síðar kemur hann aftur að félaginu og segist í tilkynningu vera spenntur að takast að nýju á við verkefnið „og innleiða ýmsar nýjungar sem koma til með að styrkja félagið enn frekar og gera Domino's Pizza að leiðandi vörumerki á sínu sviði með gæði, þjónustu og stöðugleika að leiðarljósi.“ „Landsbankinn tók Pizza-pizza ehf. yfir í mars á þessu ári og hóf þá þegar að undirbúa sölu félagsins. Við erum sérstaklega ánægð með hversu hratt og vel söluferlið gekk fyrir sig og óskum félaginu og nýjum eigendum þess velfarnaðar," segir Steinþór Pálsson, stjórnarformaður Hamla og bankastjóri Landsbankans. Pizza-pizza ehf., er eins og áður segir rekstraraðili Domino's Pizza International á Íslandi og rekur 14 sölustaði undir vörumerki Domino's. Fyrsti Domino's staðurinn á Íslandi opnaði árið 1993 og hefur Domino's síðan verið leiðandi á pítsumarkaði á Íslandi, segir í tilkynningunni. Starfsmenn félagsins eru um 340 í um 140 stöðugildum. Félagið hefur farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá Landsbankanum. „Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með söluferlinu sem hófst 12. maí 2011. Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem stóðust hæfismat og gátu sýnt fram á fjárfestingargetu að lágmarki 300 milljónir króna. Margir sýndu fyrirtækinu áhuga og skiluðu 20 aðilar inn óskuldbindandi tilboði. Sex þeirra fengu aðgang að gagnaherbergi til að afla sér frekari upplýsinga um félagið og skiluðu allir bindandi tilboði. Söluferli Pizza-pizza ehf. er í fullu samræmi við nýja stefnu Landsbankans um sölu á fullnustueignum. Tindar verðbréf veitti nýjum eigendum Pizza-pizza ehf. ráðgjöf í söluferlinu," segir í tilkynningunni. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur keypt fyrirtækið Pizza-pizza ehf. af dótturfélagi Landsbankans. Fyrirtækið er umboðsaðili Domino's á Íslandi en í tilkynningu frá Landsbankanum segir að fyrirtækið hafi verið selt á 210 milljónir króna en að auki nemi vaxtaberandi skuldir 350 milljónum. Salan og nýir kaupendur hafa verið samþykktir af Domino's Pizza International en hún er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Birgir Þór stofnaði Pizza-pizza ehf. árið 1993 og kom að rekstri þess fram til ársins 2005. Nú sex árum síðar kemur hann aftur að félaginu og segist í tilkynningu vera spenntur að takast að nýju á við verkefnið „og innleiða ýmsar nýjungar sem koma til með að styrkja félagið enn frekar og gera Domino's Pizza að leiðandi vörumerki á sínu sviði með gæði, þjónustu og stöðugleika að leiðarljósi.“ „Landsbankinn tók Pizza-pizza ehf. yfir í mars á þessu ári og hóf þá þegar að undirbúa sölu félagsins. Við erum sérstaklega ánægð með hversu hratt og vel söluferlið gekk fyrir sig og óskum félaginu og nýjum eigendum þess velfarnaðar," segir Steinþór Pálsson, stjórnarformaður Hamla og bankastjóri Landsbankans. Pizza-pizza ehf., er eins og áður segir rekstraraðili Domino's Pizza International á Íslandi og rekur 14 sölustaði undir vörumerki Domino's. Fyrsti Domino's staðurinn á Íslandi opnaði árið 1993 og hefur Domino's síðan verið leiðandi á pítsumarkaði á Íslandi, segir í tilkynningunni. Starfsmenn félagsins eru um 340 í um 140 stöðugildum. Félagið hefur farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá Landsbankanum. „Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með söluferlinu sem hófst 12. maí 2011. Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem stóðust hæfismat og gátu sýnt fram á fjárfestingargetu að lágmarki 300 milljónir króna. Margir sýndu fyrirtækinu áhuga og skiluðu 20 aðilar inn óskuldbindandi tilboði. Sex þeirra fengu aðgang að gagnaherbergi til að afla sér frekari upplýsinga um félagið og skiluðu allir bindandi tilboði. Söluferli Pizza-pizza ehf. er í fullu samræmi við nýja stefnu Landsbankans um sölu á fullnustueignum. Tindar verðbréf veitti nýjum eigendum Pizza-pizza ehf. ráðgjöf í söluferlinu," segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira