Viðskipti innlent

Reykjavíkurborg greiði Brimborg 135 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Reykjavíkurborg til að greiða bílaumboðinu Brimborg 135 milljónir króna með dráttarvöxtum gegn því að Brimborg skilaði lóð við Lækjarmel í Reykjavík og byggingarrétti sem fylgdi lóðinni.

Brimborg sótti um 33 þúsund fermetra lóð þann 25. janúar 2006 við Lækjarmel vegna aukinna umsvifa. Fyrirtækið fékk lóðinni úthlutaðri um þremur vikum síðar.

Eftir bankahrunið krafðist Brimborg þess að fá að skila lóðinni og að Reykjavíkurborg greiddi fyrirtækinu fjárhæðina fyrir lóðina til baka. Reykjavíkurborg hafði hins vegar hafnað þeirri kröfu. Brimborg krafðist þess því fyrir dómi að fá lóðina endurgreidda og að ákvörðun Reykjavíkur um að synja fyrirtækinu um skil á lóðinni yrði felld úr gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×