Viðskipti innlent

Fjöldi ferðamanna með skipum þrefaldast á tíu árum

Fjöldi ferðamanna með skemmtiferðaskipum til landsins hefur nær þrefaldast frá árinu 2000. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála hefur tekið saman um komur skemmtiferðaskipa til Íslands árin 2000 til 2010.

Fjallað er um málið á vefsíðu Ferðamálastofu en þegar segir að þessar verða upplýsingar uppfærðar árlega í framhaldinu.

Hvað varðar fjölda ferðamanna á þessu tíu ára tímabili er horft til farþegafjölda með skipum til Reykjavíkur einungis, þar sem öll skip sem til landsins koma hafa viðkomu þar. Fram kemur að árið 2000 var fjöldi þessara ferðamanna rúmlega 25.500 talsins. Í fyrra var fjöldinn kominn í ríflega 70.000 manns. Í heild hefur yfir hálf milljón ferðamanna komið með skemmtiferðaskipum til landsins á þessum tíu árum.

Á vefsíðunni segir að þessi sömu skip koma svo við á öðrum höfnum. Helst eru það Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar sem koma með skipunum þótt nokkuð sé um ferðafólk af öðru þjóðerni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×