Þjóðverjar stofna fyrirtæki á Íslandi 7. júlí 2011 07:45 Þýski flutningarisinn DB Schenker ætlar bráðlega að hefja hér vöruflutningamiðlun á láði og legi í samkeppni við dótturfyrirtæki Eimskips og Samskipa. Skrifstofan hér mun sjá um flutninga með ferskt sjávarfang um allan heim. "Ætlunin er að skrifstofan á Íslandi verði hluti af teyminu sem vinnur með flutningsmiðlun á frystum kjötvörum og sjávarfangi um allan heim," segir Helgi Ingólfsson, framkvæmdastjóri flug- og sjóflutningasviðs þýska vöruflutningamiðlunarinnar DB Schenker á Norðurlöndunum. DB Schenker stofnaði dótturfyrirtæki hér á landi í maí og setti skrifstofu á laggirnar í Ármúlanum í Reykjavík fyrir mánuði. Fjórir vinna á skrifstofunni en stefnt er að því að þeir verði á bilinu átta til tíu þegar fram líða stundir. Eimskip var áður umboðsaðilar fyrir flutningamiðlun DB Schenker. DB Schenker er í eigu þýsku járnbrautanna og þar með í eigu þýska ríkisins. Fyrirtækið varð til upp úr uppstokkun á dótturfélögum járnbrautanna undir lok árs 2007. DB Schenker er með umsvifamestu flutningafyrirtækjum í heimi en er að ýta úr vör flutningamiðlun sem sérhæfir sig í flutningum á ferskum kjötvörum og sjávarfangi heimshorna á milli, svo sem frá Síle og Kanada. Nú þegar flytur fyrirtækið mikið magn af ferskum laxi frá Noregi. Ekki liggur fyrir hvenær flutningar á vegum fyrirtækisins hefjast hér bæði á lofti sem láði en búist er við að það gerist fljótlega. Helstu samkeppnisaðilar fyrirtækisins eru TVG Zimsen, dótturfyrirtæki Eimskips, og Jónar Transport, fyrirtæki Samskipa. Miðlun DB Schenker felst í því að fyrirtækið finnur hagstæðasta flutningskostinn hverju sinni hvort heldur er á lofti eða láði. Í einstaka tilvikum leigir fyrirtækið flugvélar fyrir flutningana. Þá hefur fyrirtækið tekið að sér sérstaka flutninga, svo sem fyrir verktaka víða um heim. "Við erum ekkert að flýta okkur, ætlum að ná um tíu prósenta hlutdeild á markaðnum hér innan tveggja til þriggja ára," segir Helgi. -jonab@frettabladid.is Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Þýski flutningarisinn DB Schenker ætlar bráðlega að hefja hér vöruflutningamiðlun á láði og legi í samkeppni við dótturfyrirtæki Eimskips og Samskipa. Skrifstofan hér mun sjá um flutninga með ferskt sjávarfang um allan heim. "Ætlunin er að skrifstofan á Íslandi verði hluti af teyminu sem vinnur með flutningsmiðlun á frystum kjötvörum og sjávarfangi um allan heim," segir Helgi Ingólfsson, framkvæmdastjóri flug- og sjóflutningasviðs þýska vöruflutningamiðlunarinnar DB Schenker á Norðurlöndunum. DB Schenker stofnaði dótturfyrirtæki hér á landi í maí og setti skrifstofu á laggirnar í Ármúlanum í Reykjavík fyrir mánuði. Fjórir vinna á skrifstofunni en stefnt er að því að þeir verði á bilinu átta til tíu þegar fram líða stundir. Eimskip var áður umboðsaðilar fyrir flutningamiðlun DB Schenker. DB Schenker er í eigu þýsku járnbrautanna og þar með í eigu þýska ríkisins. Fyrirtækið varð til upp úr uppstokkun á dótturfélögum járnbrautanna undir lok árs 2007. DB Schenker er með umsvifamestu flutningafyrirtækjum í heimi en er að ýta úr vör flutningamiðlun sem sérhæfir sig í flutningum á ferskum kjötvörum og sjávarfangi heimshorna á milli, svo sem frá Síle og Kanada. Nú þegar flytur fyrirtækið mikið magn af ferskum laxi frá Noregi. Ekki liggur fyrir hvenær flutningar á vegum fyrirtækisins hefjast hér bæði á lofti sem láði en búist er við að það gerist fljótlega. Helstu samkeppnisaðilar fyrirtækisins eru TVG Zimsen, dótturfyrirtæki Eimskips, og Jónar Transport, fyrirtæki Samskipa. Miðlun DB Schenker felst í því að fyrirtækið finnur hagstæðasta flutningskostinn hverju sinni hvort heldur er á lofti eða láði. Í einstaka tilvikum leigir fyrirtækið flugvélar fyrir flutningana. Þá hefur fyrirtækið tekið að sér sérstaka flutninga, svo sem fyrir verktaka víða um heim. "Við erum ekkert að flýta okkur, ætlum að ná um tíu prósenta hlutdeild á markaðnum hér innan tveggja til þriggja ára," segir Helgi. -jonab@frettabladid.is
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira