Þjóðverjar stofna fyrirtæki á Íslandi 7. júlí 2011 07:45 Þýski flutningarisinn DB Schenker ætlar bráðlega að hefja hér vöruflutningamiðlun á láði og legi í samkeppni við dótturfyrirtæki Eimskips og Samskipa. Skrifstofan hér mun sjá um flutninga með ferskt sjávarfang um allan heim. "Ætlunin er að skrifstofan á Íslandi verði hluti af teyminu sem vinnur með flutningsmiðlun á frystum kjötvörum og sjávarfangi um allan heim," segir Helgi Ingólfsson, framkvæmdastjóri flug- og sjóflutningasviðs þýska vöruflutningamiðlunarinnar DB Schenker á Norðurlöndunum. DB Schenker stofnaði dótturfyrirtæki hér á landi í maí og setti skrifstofu á laggirnar í Ármúlanum í Reykjavík fyrir mánuði. Fjórir vinna á skrifstofunni en stefnt er að því að þeir verði á bilinu átta til tíu þegar fram líða stundir. Eimskip var áður umboðsaðilar fyrir flutningamiðlun DB Schenker. DB Schenker er í eigu þýsku járnbrautanna og þar með í eigu þýska ríkisins. Fyrirtækið varð til upp úr uppstokkun á dótturfélögum járnbrautanna undir lok árs 2007. DB Schenker er með umsvifamestu flutningafyrirtækjum í heimi en er að ýta úr vör flutningamiðlun sem sérhæfir sig í flutningum á ferskum kjötvörum og sjávarfangi heimshorna á milli, svo sem frá Síle og Kanada. Nú þegar flytur fyrirtækið mikið magn af ferskum laxi frá Noregi. Ekki liggur fyrir hvenær flutningar á vegum fyrirtækisins hefjast hér bæði á lofti sem láði en búist er við að það gerist fljótlega. Helstu samkeppnisaðilar fyrirtækisins eru TVG Zimsen, dótturfyrirtæki Eimskips, og Jónar Transport, fyrirtæki Samskipa. Miðlun DB Schenker felst í því að fyrirtækið finnur hagstæðasta flutningskostinn hverju sinni hvort heldur er á lofti eða láði. Í einstaka tilvikum leigir fyrirtækið flugvélar fyrir flutningana. Þá hefur fyrirtækið tekið að sér sérstaka flutninga, svo sem fyrir verktaka víða um heim. "Við erum ekkert að flýta okkur, ætlum að ná um tíu prósenta hlutdeild á markaðnum hér innan tveggja til þriggja ára," segir Helgi. -jonab@frettabladid.is Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Þetta voru tekjuhæstu forstjórarnir á síðasta ári Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Þetta voru tekjuhæstu forstjórarnir á síðasta ári Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Sjá meira
Þýski flutningarisinn DB Schenker ætlar bráðlega að hefja hér vöruflutningamiðlun á láði og legi í samkeppni við dótturfyrirtæki Eimskips og Samskipa. Skrifstofan hér mun sjá um flutninga með ferskt sjávarfang um allan heim. "Ætlunin er að skrifstofan á Íslandi verði hluti af teyminu sem vinnur með flutningsmiðlun á frystum kjötvörum og sjávarfangi um allan heim," segir Helgi Ingólfsson, framkvæmdastjóri flug- og sjóflutningasviðs þýska vöruflutningamiðlunarinnar DB Schenker á Norðurlöndunum. DB Schenker stofnaði dótturfyrirtæki hér á landi í maí og setti skrifstofu á laggirnar í Ármúlanum í Reykjavík fyrir mánuði. Fjórir vinna á skrifstofunni en stefnt er að því að þeir verði á bilinu átta til tíu þegar fram líða stundir. Eimskip var áður umboðsaðilar fyrir flutningamiðlun DB Schenker. DB Schenker er í eigu þýsku járnbrautanna og þar með í eigu þýska ríkisins. Fyrirtækið varð til upp úr uppstokkun á dótturfélögum járnbrautanna undir lok árs 2007. DB Schenker er með umsvifamestu flutningafyrirtækjum í heimi en er að ýta úr vör flutningamiðlun sem sérhæfir sig í flutningum á ferskum kjötvörum og sjávarfangi heimshorna á milli, svo sem frá Síle og Kanada. Nú þegar flytur fyrirtækið mikið magn af ferskum laxi frá Noregi. Ekki liggur fyrir hvenær flutningar á vegum fyrirtækisins hefjast hér bæði á lofti sem láði en búist er við að það gerist fljótlega. Helstu samkeppnisaðilar fyrirtækisins eru TVG Zimsen, dótturfyrirtæki Eimskips, og Jónar Transport, fyrirtæki Samskipa. Miðlun DB Schenker felst í því að fyrirtækið finnur hagstæðasta flutningskostinn hverju sinni hvort heldur er á lofti eða láði. Í einstaka tilvikum leigir fyrirtækið flugvélar fyrir flutningana. Þá hefur fyrirtækið tekið að sér sérstaka flutninga, svo sem fyrir verktaka víða um heim. "Við erum ekkert að flýta okkur, ætlum að ná um tíu prósenta hlutdeild á markaðnum hér innan tveggja til þriggja ára," segir Helgi. -jonab@frettabladid.is
Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Þetta voru tekjuhæstu forstjórarnir á síðasta ári Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Þetta voru tekjuhæstu forstjórarnir á síðasta ári Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur