Langt í almenna afléttingu gjaldeyrishafta 7. júlí 2011 11:50 Greining Íslandsbanka telur að enn sé talsvert langt í almenna afléttingu gjaldeyrishaftanna. Ljóst sé að skriður þurfi að komast á aðra þætti í fyrrihluta áætlunar Seðlabankans en útboðin sem bankinn stendur fyrir. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um útboð Seðlabankans á krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Felast þau í tveimur samstæðum útboðum á næstu vikum, þar sem bankinn hefur í raun milligöngu um að selja útlendingum gjaldeyri í eign lífeyrissjóða í skiptum fyrir verðtryggð ríkisbréf á hagstæðum kjörum Í tengslum við útboðið býðst þeim aflandskrónueigendum sem geyma krónur sínar í ríkisvíxlum og stuttum ríkisbréfum að selja ríkissjóði bréf sín á verði sem endurspeglar í stórum dráttum markaðsverð þeirra. Í júníútboðinu fékk ríkissjóður einungis 300 milljónir kr. í hendur með þessum hætti, og má af því ráða að nær allir þeir sem fengu tilboð sín samþykkt þá geymdu krónur sínar á innlánsreikningum. Það samrýmist þeim hugmyndum að óþolinmóðustu aflandskrónurnar séu að mestu leyti á innlánsreikningum frekar en í íslenskum ríkispappírum, og að það hafi því verið slíkir fjárfestar sem tilbúnir voru að gjalda hæsta krónuverðinu fyrir hverja evru í útboðinu í júní. Eftir fyrstu viku ágústmánaðar heldur Seðlabankinn útboð á borð við það sem haldið var í júnílok, þar sem innlendum eigendum gjaldeyris býðst að selja Seðlabankanum hann gegn greiðslu í löngum, verðtryggðum ríkisbréfum. Er þetta útboð, líkt og það í júnílok, sniðið að lífeyrissjóðunum enda ákvæði um 5 ára lágmarks eignarhaldstíma á ríkisbréfunum auk þess sem bréfin sjálf falla vel að fjárfestingarstefnu sjóðanna. Enn fremur gat Seðlabankinn þess í tilkynningu sinni að stefnt væri að þriðja útboðinu til aflandskrónueigenda í september næstkomandi. Má ætla að í kjölfarið verði svo þriðja útboð á gjaldeyri fyrir verðtryggð ríkisbréf haldið, því Seðlabankinn hyggst ekki fjármagna útboðin með gjaldeyri úr eigin forða nema til mjög skamms tíma. „Af þeim leiðum sem kynntar voru til sögunnar í áætlun um afléttingu gjaldeyrishafta eru framangreind útboð sú eina sem hleypt hefur verið af stokkunum, og gæti svo orðið enn um hríð. Gangi framangreind útboð að óskum gætu ríflega 40 til 50 milljarðar kr. af eignum aflandskrónueigenda þannig hafa umbreyst í verðtryggðar langtímaeignir lífeyrissjóða með þessum hætti fyrir lok 3. ársfjórðungs, og erlendar eignir lífeyrissjóðanna minnkað að sama skapi, en þær námu 486 milljörðum kr. í apríllok,“ segir í Morgunkorninu. „Seðlabankinn mat í haftaáætlun sinni að óþolinmóðar aflandskrónur gætu numið á bilinu 155 til 185 milljörðum kr. og teljum við ólíklegt að lífeyrissjóðirnir leggi til gjaldeyri sem dugar fyrir bróðurparti þeirrar fjárhæðar. Því er ljóst að skriður þarf að komast á aðra þætti í fyrri hluta áætlunar Seðlabankans áður en hillir í almenna afléttingu hafta, og teljum við enn talsvert langt í að sú verði raunin.“ Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að enn sé talsvert langt í almenna afléttingu gjaldeyrishaftanna. Ljóst sé að skriður þurfi að komast á aðra þætti í fyrrihluta áætlunar Seðlabankans en útboðin sem bankinn stendur fyrir. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um útboð Seðlabankans á krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Felast þau í tveimur samstæðum útboðum á næstu vikum, þar sem bankinn hefur í raun milligöngu um að selja útlendingum gjaldeyri í eign lífeyrissjóða í skiptum fyrir verðtryggð ríkisbréf á hagstæðum kjörum Í tengslum við útboðið býðst þeim aflandskrónueigendum sem geyma krónur sínar í ríkisvíxlum og stuttum ríkisbréfum að selja ríkissjóði bréf sín á verði sem endurspeglar í stórum dráttum markaðsverð þeirra. Í júníútboðinu fékk ríkissjóður einungis 300 milljónir kr. í hendur með þessum hætti, og má af því ráða að nær allir þeir sem fengu tilboð sín samþykkt þá geymdu krónur sínar á innlánsreikningum. Það samrýmist þeim hugmyndum að óþolinmóðustu aflandskrónurnar séu að mestu leyti á innlánsreikningum frekar en í íslenskum ríkispappírum, og að það hafi því verið slíkir fjárfestar sem tilbúnir voru að gjalda hæsta krónuverðinu fyrir hverja evru í útboðinu í júní. Eftir fyrstu viku ágústmánaðar heldur Seðlabankinn útboð á borð við það sem haldið var í júnílok, þar sem innlendum eigendum gjaldeyris býðst að selja Seðlabankanum hann gegn greiðslu í löngum, verðtryggðum ríkisbréfum. Er þetta útboð, líkt og það í júnílok, sniðið að lífeyrissjóðunum enda ákvæði um 5 ára lágmarks eignarhaldstíma á ríkisbréfunum auk þess sem bréfin sjálf falla vel að fjárfestingarstefnu sjóðanna. Enn fremur gat Seðlabankinn þess í tilkynningu sinni að stefnt væri að þriðja útboðinu til aflandskrónueigenda í september næstkomandi. Má ætla að í kjölfarið verði svo þriðja útboð á gjaldeyri fyrir verðtryggð ríkisbréf haldið, því Seðlabankinn hyggst ekki fjármagna útboðin með gjaldeyri úr eigin forða nema til mjög skamms tíma. „Af þeim leiðum sem kynntar voru til sögunnar í áætlun um afléttingu gjaldeyrishafta eru framangreind útboð sú eina sem hleypt hefur verið af stokkunum, og gæti svo orðið enn um hríð. Gangi framangreind útboð að óskum gætu ríflega 40 til 50 milljarðar kr. af eignum aflandskrónueigenda þannig hafa umbreyst í verðtryggðar langtímaeignir lífeyrissjóða með þessum hætti fyrir lok 3. ársfjórðungs, og erlendar eignir lífeyrissjóðanna minnkað að sama skapi, en þær námu 486 milljörðum kr. í apríllok,“ segir í Morgunkorninu. „Seðlabankinn mat í haftaáætlun sinni að óþolinmóðar aflandskrónur gætu numið á bilinu 155 til 185 milljörðum kr. og teljum við ólíklegt að lífeyrissjóðirnir leggi til gjaldeyri sem dugar fyrir bróðurparti þeirrar fjárhæðar. Því er ljóst að skriður þarf að komast á aðra þætti í fyrri hluta áætlunar Seðlabankans áður en hillir í almenna afléttingu hafta, og teljum við enn talsvert langt í að sú verði raunin.“
Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira