Viðskipti innlent

Þeir sem fá endurgreiddan skatt hugi að bankareikningum

Fjármálaráðuneytið beinir þeim tilmælum til þeirra sem von eiga á endurgreiðslu frá skattinum í ár að þeir hugi að því að koma upplýsingum um bankareikninga á framfæri hafi þeir ekki þegar gert slíkt.

Á vefsíðu ráðuneytisins segir: „Þeir gjaldendur sem eiga von á inneign eftir álagningu opinberra gjalda 2011 (barna- og vaxtabætur, sérstök vaxtaniðurgreiðsla og/eða inneign í staðgreiðslu) og hafa ekki nú þegar óskað eftir að endurgreiðslur verði lagðar inn á bankareikning þurfa að tilkynna bankareikning til innheimtumanns ríkissjóðs (sýslumenn eða tollstjóri) fyrir 14. júlí n.k. til að fá inneignina innlagða þar sem ekki verða sendar út ávísanir vegna inneigna eftir álagningu.

Gjaldendur munu fá senda tilkynningu um inneign með álagningarseðli og geta fengið hana greidda út hjá innheimtumönnum hafi þeir ekki tilkynnt um bankareikning."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×