Viðskipti innlent

Mikill fjörkippur á fasteignamarkaði

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku var 121. Þetta er mesti fjöldi seldra fasteigna á einni viku frá því fyrir hrunið 2008. Til samanburðar er meðaltal fjölda kaupsamninga 88 á viku síðustu 12 vikur.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir af þessum 121 samningi voru 93 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Heildarveltan var 3.115 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,7 milljónir króna. Til samanburðar hefur meðalveltan á viku verið um 2,5 milljarðar kr. og meðalverð á samning 28,4 milljónir kr.

Í vikunni var 5 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 4 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 118 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,6 milljónir króna.

Á sama tíma var 14 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 295 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,1 milljón króna.

Á sama tíma var 6 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 5 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 130 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,7 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×