Viðskipti innlent

Ríkið í milljarðs dollara skuldabréfaútgáfu erlendis

Íslenska ríkið hefur auglýst alþjóðlegt skuldabréfaútboð að upphæð samtals 1 milljarðs dollara eða rúmlega 113 milljarða kr.

Þetta kemur fram á vefsíðu Viðskiptablaðsins. Þar segir að auglýsingin hefur verið send á alla fjárfestingarbanka en um er að ræða skuldabréf til fimm ára og að upphæð að lágmarki 100 þúsund dalir hvert.

Umsjón með útboðinu er í höndum Barclays, Citibank og UBS en bréfin verða skráð í kauphöllina í London.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er talið líklegt að vaxtakjör í útboðinu verði um 350 punktar (3,5%) yfir bandarískum ríkisskuldabréfum. Vextir á fimm ára bandarískum ríkisskuldabréfum eru nú rúmlega 1,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×