Viðskipti innlent

Samherji tvöfaldar eingreiðslu til starfsmanna sinna

Útgerðarfélagið Samherji á Akureyri ætlar að rúmlega tvöfalda umsamda eingreiðslu til starfsmanna sinna í landi, nú um mánaðamótin.

Í samningum er gert ráð fyrir tveimur eingreiðslum upp á samtals 60 þúsund krónur, en félagið ætlar að auki að bæta liðlega 60 þúsundum við þá upphæð.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að með þessu njóti starfsfólkið góðs gengis félagsins, sem það sjálft eigi þátt í. Samherji hefur greitt landverkafólki sínu launauppbót síðastliðin tvö ár og námu umframgreiðslur tólf prósentum af launum í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×