Skortur á fólki með tæknimenntun hamlar hagvexti Erla Hlynsdóttir skrifar 31. maí 2011 15:29 Ari Kristinn Jónsson telur raunverulega hættu á að fyrirtæki flytji starfsemi sína úr landi vegna skorts á fólki með tæknimenntun Mynd Anton Brink „Fjöldi fyrirtækja getur ekki vaxið á Íslandi í dag vegna skorts á tæknimenntuðum starfskröftum og erum við þannig að missa af aukinni verðmætasköpun og hagvexti," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Að sögn Ara er raunveruleg og alvarleg hætta á því að fyrirtæki ákveði að flytja starfsemi sína í heild eða að hluta til erlendis, til að tryggja vaxtarumhverfi sitt. Heilsíðuauglýsingar birtist í blöðum í gær þar sem forstjórar 27 stórra íslenskra fyrirtækja hvöttu ungmenni til að sækja í tækninám vegna fyrirsjáanlegs skorts á fólki í þeim greinum á komandi árum. Háskólinn í Reykjavík útskrifar um tvo þriðju hluta alls tækni- og verkfræðimenntaðs fólks á Íslandi. Ari Kristinn segir að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir fólki með þessa menntun stóraukist hér á landi. „Ástæður má meðal annars rekja til vaxandi hugverkaiðnaðar á Íslandi og auknu hlutverki tækni í fjölmörgum þáttum atvinnulífsins. Fjöldi þeirra sem útskrifast árlega á Íslandi með tæknimenntun hefur einnig vaxið og má meðal annars rekja það til stöðugrar fjölgunar tækninemenda við Háskólann í Reykjavík sem í dag útskrifar tvo af hverjum þremur með tæknimenntun á háskólastigi. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi aukning hefur engan veginn haldið í við vaxandi þörf, enda útskrifast hlutfallslega færri með tæknimenntun hér en í mörgum samkeppnislöndum okkar." Að mati Ara þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja hagvöxt. „Það er nauðsynlegt fyrir efnahag okkar að tæknimenntun verði efld til muna og tæknimenntuðum í atvinnulífinu fjölgað verulega. Til þess þarf annars vegar að tryggja að þeir háskólar sem útskrifa tæknimenntaða nemendur hafi bolmagn til að standa vel að náminu, bæði varðandi aðstöðu og fjármögnun námsins. Hins vegar þarf að hvetja framtíðarháskólanema til að horfa til tæknináms sem góðs kosts til framtíðar, enda skapi það þeim góða samkeppnisstöðu um leið og það eflir íslenskt atvinnulíf," segir hann. Tengdar fréttir Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
„Fjöldi fyrirtækja getur ekki vaxið á Íslandi í dag vegna skorts á tæknimenntuðum starfskröftum og erum við þannig að missa af aukinni verðmætasköpun og hagvexti," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Að sögn Ara er raunveruleg og alvarleg hætta á því að fyrirtæki ákveði að flytja starfsemi sína í heild eða að hluta til erlendis, til að tryggja vaxtarumhverfi sitt. Heilsíðuauglýsingar birtist í blöðum í gær þar sem forstjórar 27 stórra íslenskra fyrirtækja hvöttu ungmenni til að sækja í tækninám vegna fyrirsjáanlegs skorts á fólki í þeim greinum á komandi árum. Háskólinn í Reykjavík útskrifar um tvo þriðju hluta alls tækni- og verkfræðimenntaðs fólks á Íslandi. Ari Kristinn segir að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir fólki með þessa menntun stóraukist hér á landi. „Ástæður má meðal annars rekja til vaxandi hugverkaiðnaðar á Íslandi og auknu hlutverki tækni í fjölmörgum þáttum atvinnulífsins. Fjöldi þeirra sem útskrifast árlega á Íslandi með tæknimenntun hefur einnig vaxið og má meðal annars rekja það til stöðugrar fjölgunar tækninemenda við Háskólann í Reykjavík sem í dag útskrifar tvo af hverjum þremur með tæknimenntun á háskólastigi. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi aukning hefur engan veginn haldið í við vaxandi þörf, enda útskrifast hlutfallslega færri með tæknimenntun hér en í mörgum samkeppnislöndum okkar." Að mati Ara þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja hagvöxt. „Það er nauðsynlegt fyrir efnahag okkar að tæknimenntun verði efld til muna og tæknimenntuðum í atvinnulífinu fjölgað verulega. Til þess þarf annars vegar að tryggja að þeir háskólar sem útskrifa tæknimenntaða nemendur hafi bolmagn til að standa vel að náminu, bæði varðandi aðstöðu og fjármögnun námsins. Hins vegar þarf að hvetja framtíðarháskólanema til að horfa til tæknináms sem góðs kosts til framtíðar, enda skapi það þeim góða samkeppnisstöðu um leið og það eflir íslenskt atvinnulíf," segir hann.
Tengdar fréttir Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09