Skortur á fólki með tæknimenntun hamlar hagvexti Erla Hlynsdóttir skrifar 31. maí 2011 15:29 Ari Kristinn Jónsson telur raunverulega hættu á að fyrirtæki flytji starfsemi sína úr landi vegna skorts á fólki með tæknimenntun Mynd Anton Brink „Fjöldi fyrirtækja getur ekki vaxið á Íslandi í dag vegna skorts á tæknimenntuðum starfskröftum og erum við þannig að missa af aukinni verðmætasköpun og hagvexti," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Að sögn Ara er raunveruleg og alvarleg hætta á því að fyrirtæki ákveði að flytja starfsemi sína í heild eða að hluta til erlendis, til að tryggja vaxtarumhverfi sitt. Heilsíðuauglýsingar birtist í blöðum í gær þar sem forstjórar 27 stórra íslenskra fyrirtækja hvöttu ungmenni til að sækja í tækninám vegna fyrirsjáanlegs skorts á fólki í þeim greinum á komandi árum. Háskólinn í Reykjavík útskrifar um tvo þriðju hluta alls tækni- og verkfræðimenntaðs fólks á Íslandi. Ari Kristinn segir að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir fólki með þessa menntun stóraukist hér á landi. „Ástæður má meðal annars rekja til vaxandi hugverkaiðnaðar á Íslandi og auknu hlutverki tækni í fjölmörgum þáttum atvinnulífsins. Fjöldi þeirra sem útskrifast árlega á Íslandi með tæknimenntun hefur einnig vaxið og má meðal annars rekja það til stöðugrar fjölgunar tækninemenda við Háskólann í Reykjavík sem í dag útskrifar tvo af hverjum þremur með tæknimenntun á háskólastigi. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi aukning hefur engan veginn haldið í við vaxandi þörf, enda útskrifast hlutfallslega færri með tæknimenntun hér en í mörgum samkeppnislöndum okkar." Að mati Ara þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja hagvöxt. „Það er nauðsynlegt fyrir efnahag okkar að tæknimenntun verði efld til muna og tæknimenntuðum í atvinnulífinu fjölgað verulega. Til þess þarf annars vegar að tryggja að þeir háskólar sem útskrifa tæknimenntaða nemendur hafi bolmagn til að standa vel að náminu, bæði varðandi aðstöðu og fjármögnun námsins. Hins vegar þarf að hvetja framtíðarháskólanema til að horfa til tæknináms sem góðs kosts til framtíðar, enda skapi það þeim góða samkeppnisstöðu um leið og það eflir íslenskt atvinnulíf," segir hann. Tengdar fréttir Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
„Fjöldi fyrirtækja getur ekki vaxið á Íslandi í dag vegna skorts á tæknimenntuðum starfskröftum og erum við þannig að missa af aukinni verðmætasköpun og hagvexti," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Að sögn Ara er raunveruleg og alvarleg hætta á því að fyrirtæki ákveði að flytja starfsemi sína í heild eða að hluta til erlendis, til að tryggja vaxtarumhverfi sitt. Heilsíðuauglýsingar birtist í blöðum í gær þar sem forstjórar 27 stórra íslenskra fyrirtækja hvöttu ungmenni til að sækja í tækninám vegna fyrirsjáanlegs skorts á fólki í þeim greinum á komandi árum. Háskólinn í Reykjavík útskrifar um tvo þriðju hluta alls tækni- og verkfræðimenntaðs fólks á Íslandi. Ari Kristinn segir að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir fólki með þessa menntun stóraukist hér á landi. „Ástæður má meðal annars rekja til vaxandi hugverkaiðnaðar á Íslandi og auknu hlutverki tækni í fjölmörgum þáttum atvinnulífsins. Fjöldi þeirra sem útskrifast árlega á Íslandi með tæknimenntun hefur einnig vaxið og má meðal annars rekja það til stöðugrar fjölgunar tækninemenda við Háskólann í Reykjavík sem í dag útskrifar tvo af hverjum þremur með tæknimenntun á háskólastigi. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi aukning hefur engan veginn haldið í við vaxandi þörf, enda útskrifast hlutfallslega færri með tæknimenntun hér en í mörgum samkeppnislöndum okkar." Að mati Ara þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja hagvöxt. „Það er nauðsynlegt fyrir efnahag okkar að tæknimenntun verði efld til muna og tæknimenntuðum í atvinnulífinu fjölgað verulega. Til þess þarf annars vegar að tryggja að þeir háskólar sem útskrifa tæknimenntaða nemendur hafi bolmagn til að standa vel að náminu, bæði varðandi aðstöðu og fjármögnun námsins. Hins vegar þarf að hvetja framtíðarháskólanema til að horfa til tæknináms sem góðs kosts til framtíðar, enda skapi það þeim góða samkeppnisstöðu um leið og það eflir íslenskt atvinnulíf," segir hann.
Tengdar fréttir Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Mikill vöxtur kallar á fólk 27 forstjórar stórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi hvöttu í dag ungmenni til að sækja í tækninám þar sem fyrirsjáanlegt er að skortur verði á fólki í þeim greinum á komandi árum. 30. maí 2011 19:09