Enski boltinn

De Gea færist nær Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David de Gea.
David de Gea.
Samkvæmt heimildum vefmiðilsins goal.com þá mun Man. Utd semja við spænska markvörðinn David de Gea á næstu tveimur vikum.

United hefur verið í viðræðum við De Gea og Atletico Madrid í margar vikur um hugsanleg kaup á markverðinum sem United mun líklega þurfa að borga um 18 milljónir punda fyrir.

De Gea hafði áður gefið út að hann myndi bíða út júní með að taka ákvörðun um framtíðina.

De Gea er aðeins tvítugur að aldri og er markvörður spænska U-21 árs landsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×