Viðskipti innlent

Bjóða rúma 280 milljarða í verðmætustu eign Landsbankans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breska matvöruverslunin Iceland er í eigu skilanefndar Landsbankans.
Breska matvöruverslunin Iceland er í eigu skilanefndar Landsbankans.
Stjórnendur bresku matvörukeðjunnar Morrisons hyggjast bjóða í hlut Landsbanka Íslands í matvörukeðjuna Iceland. Tilboðið mun hljóða upp á 1,5 milljarð sterlingspunda, fullyrðir breska blaðið Sunday Telegraph. Það eru um 282 milljarðar króna.

Þá er fullyrt að stjórnendur matvörukeðjanna Sainsbury's og Asda hafi jafnframt áhuga á félaginu. Þessi tvö fyrirtæki vilji þó ef til vill ekki gera tilboð í allar verslanir Iceland, heldur einungis hluta þeirra. Þá er fullyrt að eignarhaldsfélagið Clayton Dubilier & Rice muni einnig gera tilboð í Iceland, en Terry Lehay, fyrrum stjórnandi Tesco, á aðild að því eignarhaldsfélagi.

Sunday Telegraph segir að ef Morrisons myndi kaupa Iceland myndi markaðshlutdeild fyrirtækisins fara úr 12% í 14%. Tesco er hins vegar stærsti aðilinn á markaði umeð um 30% markaðshlutdeild. Sainsbury's er með 16% markaðshlutdeild og Asda með um 17%.

Iceland er verðmætasta eign skilanefndar Landsbanka Íslands. Söluandvirði eignarinnar verður að öllum líkindum nýtt til að greiða kröfuhöfum gamla Landsbankans vegna Icesave.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×