Viðskipti innlent

Telja tjón Icelandair af gosinu óverulegt

Stjórnendur Icelandair Group telja að tjón félagsins af völdum eldgossins í Grímsvötnum verði óverulegt svo framarlega sem ekki verði frekari truflanir af því.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur allt flug um Keflavíkurflugvöll legið niðri frá því kl. 9.00 í gærmorgun. Samkvæmt núverandi veður- og öskuspám er gert ráð fyrir að flogið verði um Keflavíkurflugvöll í kvöld og samkvæmt áætlun á morgun.

„Ef þessar spár ganga eftir og ef ekki verða frekari truflanir vegna gossins þá má gera ráð fyrir tjón Icelandair Group verði ekki verulegt og að afkomuspá ársins haldist óbreytt,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×