Viðskipti innlent

The Economist: Eldgosið hefur jákvæð áhrif fyrir Íslendinga

„Það er betra  fyrir Ísland vera þekkt fyrir náttúrufegurð og hættu heldur en að vera þekkt sem Wall Street á túndrunni ," segir tímaritið The Economist, sem fjallar um eldgosið í Grímsvötnum og viðbrögð íslenskra stjórnvalda og Icelandair við þeirri röskun sem varð á flugumferð.

Fram kemur á vef The Economist að Icelandair hafi verið fljótt að bregðast við ástandinu og sjá góð tækifæri í því ástandi sem skapaðist þegar gos hófst í Grímsvötnum um síðustu helgi. Höfundur greinarinnar í The Economist segir að Ísland hafi fengið gríðarlega mikla athygli á heimsvísu vegna eldgosanna í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum.

Ekkert annað á Íslandi hafi fengið aðra eins fjölmiðlaumfjöllun. Þar af leiðandi sé skynsamlegt að veðja á að eldgosin hafi jákvæð áhrif til lengri tíma litið, eins og íslensk fyrirtæki hafi gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×