Viðskipti innlent

Dominos sett í söluferli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Matsölufyrirtækið Pizza-Pizza ehf., sem rekur Dominos veitingastaðina, hefur verið sett í söluferli. Fyrirtækið er nú í eigu Hamla ehf., sem er dótturfélag Landsbanka Íslands. 

Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að söluferlið sé opið öllum áhugasömum fjárfestum, sem sýnt geti fram á fjárfestingargetu umfram 300 milljónir króna og hafa þekkingu og reynslu til að takast á við fjárfestingu af þessari stærð og í þessari atvinnugrein.

Stefnt er að því að ljúka sölunni í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×