Viðskipti innlent

Hagnaður hjá Orkubúi Vestfjarða sjötta árið í röð

Árið í fyrra var sjötta árið í röð sem hagnaður varð af venjubundnum rekstri Orkubús Vestfjarða. Hagnaðurinn nam rúmlega 208 milljónum kr. eftir skatta.

Í tilkynningu segir að afkoma Orkubús Vestfjarða varð heldur lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstraráætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhagnaði að upphæð 300,5 milljónir kr. en samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 240,4 milljónum kr., en þegar tekið er tillit til breytinga á tekjuskattsprósentu og bókfærðs tekjuskatts 2009 er hagnaður ársins um 208,3 milljónir kr.

Afskriftir námu alls 222,3 milljónum kr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2008 voru alls rúmlega 5,6 milljarðar kr. og heildarskuldir alls 742 miljónir kr. Eigið fé nam því alls rétt tæpum 4,9 milljörðum kr. sem er um 86,8 % af heildarfjármagni.

Á árinu 2009 voru teknar ákvarðanir um virkjunarframkvæmdir og endurnýjun í Mjólkárvirkjun á árunum 2010 og 2011. Gert er ráð fyrir að kostnaður verði um einn milljarður kr. og stefnir Orkubúið að því að fjármagna þær á með fé frá rekstri, á næstu þremur árum, þannig að ekki þurfi að taka langtímalán þeirra vegna. Þetta hefur gengið eftir og var ný 1,2 MW virkjun, Mjólká III, tekin í notkun í lok síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×