Viðskipti innlent

Árni vill skýrslu um launamál bankastjórnenda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór Sigurðsson er ósáttur við framgöngu efnahags- og viðskiptaráðherra í málinu. Mynd/ GVA
Árni Þór Sigurðsson er ósáttur við framgöngu efnahags- og viðskiptaráðherra í málinu. Mynd/ GVA
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, hefur farið fram á það við efnahags- og viðskiptaráðherra að hann skili þinginu sérstakri skýrslu þar sem upplýst um launagreiðslur til stjórnenda banka, skilanefnda og slitastjórna. Átta aðrir þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingu og Hreyfingunni standa að baki beiðni skýrslunnar með Árna Þór.

Meðal þess sem Árni Þór vill að verði upplýst er hverjar mánaðarlegar greiðslur til hvers af æðstu stjórnendum bankastjóra og bankaráðsmanna Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands voru á árunum 2005 - 2008. Hann vill líka vita hverjar voru mánaðarlegar greiðslur til æðstu stjórnenda þeirra banka sem reistir voru á rústum gömlu bankanna á árunum 2009 til febrúarloka 2011. Einnig vill Árni vita hver laun skilanefnda og slitastjórnamanna hafa verið frá því að þær voru stofnaðar allt til febrúarloka.

Árni Þór hafði áður spurt efnahags- og viðskiptaráðherra út í málið á Alþingi. Svör bárust í gær en Árna Þór fannst þau rýr og fannst viðbrögð ráðherra berast allt of seint. Hann gerði athugasemd við það í upphafi þingfundar í dag. „Það er algerlega óviðunandi að það skuli ekki fást svör við þessum spurningum," sagði Árni Þór á þingfundinum.




Tengdar fréttir

Árni Þór vill skýr svör um laun bankastjórnenda

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir það algerlega óviðunandi að efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafi ekki svarað fyrirspurn hans um laun starfsmanna fjármálafyrirtækja, skilanefnda og slitastjórna. Svör frá ráðuneytinu birtust í gær, en Árna Þór fannst þau heldur rýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×