Viðskipti innlent

Um 4% verðmunur á matarkörfunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Matarkarfan var ódýrust í Bónus.
Matarkarfan var ódýrust í Bónus.
Um 4% verðmunur reyndist vera á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 24.420 krónur en dýrust í Nettó á 25.437 krónur, sem er 1.017 krónu verðmunur. Kostur neitaði þátttöku í könnunni.

Vörukarfan samanstendur af 72 almennum neysluvörum til heimilisins til dæmis mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, drykkjavörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum; Bónus Kringlunni, Krónunni Höfða og Nettó Mjódd, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá ASÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×