Viðskipti innlent

Landsbankinn eignast dekkjaverkstæði

Landsbankinn hefur yfirtekið rekstur Sólningar Kópavogi ehf. og allt hlutafé félagsins. Þetta er gert með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Í tilkynningu segir að Sólning Kópavogi ehf. rekur þrjú dekkjaverkstæði undir nafni Sólningar, í Kópavogi, Keflavík og á Selfossi ásamt því að reka dekkjaverkstæðið Barðann í Skútvogi í Reykjavík.

Landsbankinn mun setja félaginu stjórn og endurskipuleggja fjárhag og skuldir þess á næstu mánuðum. Í framhaldinu verður félagið selt.

Tilkynnt verður innan sex mánaða frá og með yfirtökudegi, hvernig þeirri sölu verður háttað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×