Viðskipti innlent

Tæplega 70 starfa hjá nýrri einingu Landsbankans

Eftir sameiningu tveggja dótturfélaga Landsbankans hf. á sviði eignaleigu, SP-Fjármögnun hf. og Avant hf., munu tæplega sjötíu starfsmenn starfa í hinni nýju rekstrareiningu. Félögin hafa verið alfarið í eigu Landsbankans um nokkurt skeið.

Þetta kemur fram í tilkynningu en greint var frá sameiningunni á vísir.is í gærkvöldi.  Í tilkynningunni segir að tilgangur samrunans er fyrst og fremst að einfalda rekstur og bjóða viðskiptavinum upp á aukið vöruframboð og heildstæðari þjónustu. Félögin verða starfrækt í sjálfstæðri rekstrareiningu sem mun heyra beint undir bankastjóra Landsbankans.

Staða viðskiptavina Avant og SP-Fjármögnunar mun ekkert breytast vegna samrunans.

Tæplega sjötíu starfsmenn munu starfa í hinni nýju rekstrareiningu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun undir hvaða vörumerki hún mun starfa.

Fyrirhugað er að samrunanum ljúki á haustmánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×