Viðskipti innlent

Konum fjölgar í stjórnunarstöðum

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri og heyrir undir framkvæmdastjórn Marel.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri og heyrir undir framkvæmdastjórn Marel.
Jafnréttisátak Marel, sem miðar að því að auka hlut kvenna í stjórnunar- og sérfræðistörfum, hefur þegar á fyrsta ársfjórðungi skilað sér í þremur nýráðningum. Marel undirritaði Jafnréttissáttmála Sameinuðu þjóðanna, í nóvember og hefur síðan unnið markvisst að því að auka hlut kvenna í fyrirtækinu.

Í marsmánuði tóku til starfa hjá Marel þrjár konur í stöðum framkvæmdastjóra í Marel í Frakklandi, verkefnastjóri og sýningarstjóri á markaðssviði.

Þessu til viðbótar var í apríl gengið frá ráðningu á fyrsta kvenkyns framleiðslustjóra fyrirtækisins á Íslandi. Hún hefur störf í júní.

„Þetta er hagsmunamál fyrir okkur því að með því að tryggja jafnrétti hjá Marel náum við frekar að laða að bestu starfskraftana hverju sinni. Stöðug nýsköpun er einn af hornsteinum okkar hjá Marel og við vitum að bestu hugmyndirnar spretta uppúr teymisvinnu. En það er ekki nóg að þekkingin sé til staðar í hópnum. Ef það skortir á fjölbreytileika hópsins er líklegt að afraksturinn verði fyrirsjáanlegur," segir Theo Hoen, forstjóri Marel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×