Viðskipti innlent

Batahorfur ágætar á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ágætis útlit fyrir er fyrir bata í efnahagslífinu á Íslandi þrátt fyrir ótta um að niðurstöður Icesave kosninganna myndu hægja á bataferlinu, segir yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

„Moodys staðfesti lánshæfismatið og skuldatryggingaálag hefur verið tiltölulega lágt. En við horfum varfærnum augum á þetta, “ sagði Julie Kozack, hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við Reuters. Von er á henni til Íslands í þessari viku vegna fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Skammtímahorfur fyrir fjármögnun ríkisins eru jákvæðari en við áttum von á,“ sagði hún.

Kozack sagði að Íslendingar þyrftu ekki að gera breytingar á áætlunum sínum um afnám gjaldeyrishafta ef fjármögnun héldist óbreytt. Peningastefnan væri viðeigandi að gefnu tilliti til aukinnar verðbólgu og væntingar um örlítið hægari hagvöxt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×