Formaður dómaranefndar ósammála Antoni og Hlyni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2011 14:42 Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær. Þar sem þeir slepptu því var ekki hægt að dæma Guðmund Hólmar í leikbann og hann er því löglegur í næsta leik liðanna. "Þeir mátu það sem svo að brotið væri ekki þess eðlis að þeir þyrftu að skila inn skýrslu. Þeir meta það sem svo að brotið hafi ekki verið þess eðlis að leikmaðurinn hafi rænt andstæðing skoti að marki," sagði Guðjón við Vísi en hann óskaði eftir skýrslu frá dómurunum um hvers vegna þeir hefðu ákveðið að sleppa því að senda inn skýrsluna. "Þeir meta það sem svo að brotið hafi átt sér stað án vafa. Þeir telja aftur á móti að rauða spjaldið hafi ekki átt sér stað fyrr en í fjórða skrefinu. Sem sagt eftir leyfilegan skrefafjölda. Fyrst leikmaðurinn var kominn úr færinu á meðan allt var löglegt, innan gæsalappa, kalli atvikið ekki á skýrslu. Ég met þá skýringu og túlkun þeirra en er aftur á móti ekki eins sannfærður og þeir," sagði Guðjón en hann mun senda atvikið til handknattleikssambands Evrópu, EHF, og fá úr því skorið hvort þetta sé rétt mat hjá Antoni og Hlyni. Það mun aftur á móti ekki hafa nein áhrif á málið. Guðjón segist hafa viljað sjá málið fara í þann farveg að dómararnir hefðu skilað inn skýrslu. Aganefnd hefði í kjölfarið tekið málið fyrir og síðan dæmt hvort rétt væri að senda Guðmund í bann eður ei. "Mér finnst það vera réttur farvegur. Ég virði samt skoðun dómaranna. Ég skipa þeim ekki fyrir. Þeir eru dómararnir og taka ákvarðanir. Eina sem ég get gert er að leiðbeina þeim," sagði Guðjón en hann vill fá það skýrt frá EHF hvort beri alltaf að skila agaskýrslu eftir rautt spjald eður ei. "Ég taldi skýrt að það þyrfti að skila inn skýrslu en ber virðingu fyrir þeirra túlkun að þeir þurfi ekki að skila skýrslu. Úr þessu þurfum við samt að fá skorið svo hægt verði að vinna þessi mál í ákveðnum farvegi í framtíðinni." Olís-deild karla Tengdar fréttir Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22 Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær. Þar sem þeir slepptu því var ekki hægt að dæma Guðmund Hólmar í leikbann og hann er því löglegur í næsta leik liðanna. "Þeir mátu það sem svo að brotið væri ekki þess eðlis að þeir þyrftu að skila inn skýrslu. Þeir meta það sem svo að brotið hafi ekki verið þess eðlis að leikmaðurinn hafi rænt andstæðing skoti að marki," sagði Guðjón við Vísi en hann óskaði eftir skýrslu frá dómurunum um hvers vegna þeir hefðu ákveðið að sleppa því að senda inn skýrsluna. "Þeir meta það sem svo að brotið hafi átt sér stað án vafa. Þeir telja aftur á móti að rauða spjaldið hafi ekki átt sér stað fyrr en í fjórða skrefinu. Sem sagt eftir leyfilegan skrefafjölda. Fyrst leikmaðurinn var kominn úr færinu á meðan allt var löglegt, innan gæsalappa, kalli atvikið ekki á skýrslu. Ég met þá skýringu og túlkun þeirra en er aftur á móti ekki eins sannfærður og þeir," sagði Guðjón en hann mun senda atvikið til handknattleikssambands Evrópu, EHF, og fá úr því skorið hvort þetta sé rétt mat hjá Antoni og Hlyni. Það mun aftur á móti ekki hafa nein áhrif á málið. Guðjón segist hafa viljað sjá málið fara í þann farveg að dómararnir hefðu skilað inn skýrslu. Aganefnd hefði í kjölfarið tekið málið fyrir og síðan dæmt hvort rétt væri að senda Guðmund í bann eður ei. "Mér finnst það vera réttur farvegur. Ég virði samt skoðun dómaranna. Ég skipa þeim ekki fyrir. Þeir eru dómararnir og taka ákvarðanir. Eina sem ég get gert er að leiðbeina þeim," sagði Guðjón en hann vill fá það skýrt frá EHF hvort beri alltaf að skila agaskýrslu eftir rautt spjald eður ei. "Ég taldi skýrt að það þyrfti að skila inn skýrslu en ber virðingu fyrir þeirra túlkun að þeir þurfi ekki að skila skýrslu. Úr þessu þurfum við samt að fá skorið svo hægt verði að vinna þessi mál í ákveðnum farvegi í framtíðinni."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22 Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22
Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14