Tækifæri til breytinga í Blaðamannafélaginu Halla Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2011 18:16 Fyrir rétt um ári síðan hélt Blaðamannafélag Íslands aðalfund sinn við heldur skrítnar aðstæður. Meirihluti stjórnar hafði neitað að samþykkja ársreikninga félagsins vegna skorts á upplýsingum frá framkvæmdastjóra félagsins, til margra ára, um fjárhagsstöðu BÍ. Framkvæmdastjórinn ákvað í framhaldinu að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en kjörtímabil formanns er aðeins eitt ár. Sitjandi formaður dró hins vegar framboð sitt til baka og því var aðeins eitt framboð, frá starfsmanni stjórnar félagsins, sem óljóst var hvort væri kjörgengur. Aðalfundur þurfti að takast á við þetta, auk þess sem samþykkja þurfti ársreikninga sem meirihluti stjórnarinnar hafði neitað að skrifa upp á. Illskiljanlegt félagatal Í aðdraganda aðalfundarins og á honum sjálfum komu í ljós verulegir annmarkar á skipulagi og rekstri BÍ. Lög félagsins eru óljós og félagatal ekki í neinu samræmi við þau lög sem gilda um aðild að félaginu. Samkvæmt lögunum geta blaðamenn orðið félagar ef þeir hafa fjölmiðlun að aðalstarfi, bæði sem starfsmenn ritstjórna og sem lausapennar. Hætti viðkomandi í blaðamennsku jafngildir það úrsögn úr félaginu og ekki er annað að sjá en sama gildi um blaðamenn sem hætta af sjálfdáðum og þá sem sagt er upp störfum. Blaðamenn geta þó fengið svokallaða biðaðild með samþykki stjórnar. Þetta er mikilvægt þar sem fjöldi blaðamanna hefur misst vinnuna undanfarin ár en fyrir síðasta aðalfund hafði stjórn ekki tekið eina einustu ákvörðun um biðfélaga. Hins vegar höfðu sumir, sem þess óskuðu, fengið samþykkta biðaðild af áðurnefndum framkvæmdastjóra. Á sama tíma er fjöldi fólks á félagatali BÍ sem fyrir margt löngu hætti í blaðamennsku og sneri sé að störfum á öðrum vettvangi. Þar má t.d. finna nokkra núverandi alþingismenn, upplýsingafulltrúa stofnana, fyrirtækja og einstaklinga og einstaka rithöfund. Margir sem misstu vinnuna í uppsagnahrinum á fjölmiðlum, þ.m.t. sú sem þetta ritar, duttu hins vegar samstundis út af félagatalinu - jafnvel þvert á eigin óskir - og hafa því ekki atkvæðarétt á aðalfundi. Fyrir aðalfund BÍ árið 2010 var alls óljóst hver hafði aðild að félaginu - og þar af leiðandi atkvæðarétt - og hver ekki. Þar af leiðandi var líka óljóst hverjir höfðu málfrelsi og tillögurétt á fundinum og hverjir voru kjörgengir. Þannig var því aldrei svarað hvort framkvæmdastjórinn væri sjálfur kjörgengur en miðað við lög félagins benti allt til þess að svo væri ekki. Eitt loforð gefið - eitt loforð svikið M.a. vegna þessara vafaatriða var lagt til í upphafi aðalfundarins að fresta kjöri formanns og stjórnar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum samþykkti aðalfundur frávísun á þessa tillögu. Framkvæmdastjórinn og tilvonandi formaður hélt dramatíska (og mjög langa) ræðu um dugnað sinn í starfi (þ.m.t. fyrir að hafa rekið „skúringakellinguna" og tekið að sér skúringar sjálfur) og veifaði reikningum sem enginn fékk að skoða. Hann svaraði hins vegar í engu þeim mikilvægu spurningum sem voru spurðar, að því undanskildu að hann sagðist ekki ætla sér að vera starfandi formaður, heldur aðeins formaður. Formaður BÍ hafði áður 80 þúsund krónur í mánaðartekjur en framkvæmdastjórinn að því er virðist í kringum 700 þúsund krónur. Frá þessum aðalfundi hefur lítið borið á stjórn BÍ. Vonir stóðu til að lög félagsins yrðu endurskoðuð en svo fór ekki. Starfið hefur verið í lágmarki og opnir fundir, sem annars voru yfirleitt vel sóttir, hafa legið niðri. Formaðurinn réð framkvæmdastjóra í hlutastarf - án auglýsingar - en hélt sínum tekjum sem formaður, þvert á yfirlýsingar sem hann gaf á aðalfundinum. Á morgun, fimmtudag, koma félagar í BÍ saman til aðalfundar. Að þessu sinni er formaður ekki sjálfkjörin en valið stendur milli sitjandi formanns, Hjálmars Jónssonar, og Ingimars Karls Helgasonar. Ingmar hefur gert vel grein fyrir þeim áherslum sem hann vill taka með sér inn í stjórn BÍ en um þær má m.a. lesa á vefsvæðinu press.is, þar sem Hjálmar gerir einnig grein fyrir sínum sjónarmiðum. Hvernig sem á það er litið þá þarf að efla að Blaðamannafélag Íslands og mynda traust um starfsemi þess. Það traust er ekki fyrir hendi í dag og núverandi formaður hefur ekkert aðhafst í að lagfæra þá annmarka sem athygli var vakin á fyrir síðasta aðalfund. Félagar fjölmenna vonandi á fundinn og kjósa breytingar til batnaðar. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rétt um ári síðan hélt Blaðamannafélag Íslands aðalfund sinn við heldur skrítnar aðstæður. Meirihluti stjórnar hafði neitað að samþykkja ársreikninga félagsins vegna skorts á upplýsingum frá framkvæmdastjóra félagsins, til margra ára, um fjárhagsstöðu BÍ. Framkvæmdastjórinn ákvað í framhaldinu að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en kjörtímabil formanns er aðeins eitt ár. Sitjandi formaður dró hins vegar framboð sitt til baka og því var aðeins eitt framboð, frá starfsmanni stjórnar félagsins, sem óljóst var hvort væri kjörgengur. Aðalfundur þurfti að takast á við þetta, auk þess sem samþykkja þurfti ársreikninga sem meirihluti stjórnarinnar hafði neitað að skrifa upp á. Illskiljanlegt félagatal Í aðdraganda aðalfundarins og á honum sjálfum komu í ljós verulegir annmarkar á skipulagi og rekstri BÍ. Lög félagsins eru óljós og félagatal ekki í neinu samræmi við þau lög sem gilda um aðild að félaginu. Samkvæmt lögunum geta blaðamenn orðið félagar ef þeir hafa fjölmiðlun að aðalstarfi, bæði sem starfsmenn ritstjórna og sem lausapennar. Hætti viðkomandi í blaðamennsku jafngildir það úrsögn úr félaginu og ekki er annað að sjá en sama gildi um blaðamenn sem hætta af sjálfdáðum og þá sem sagt er upp störfum. Blaðamenn geta þó fengið svokallaða biðaðild með samþykki stjórnar. Þetta er mikilvægt þar sem fjöldi blaðamanna hefur misst vinnuna undanfarin ár en fyrir síðasta aðalfund hafði stjórn ekki tekið eina einustu ákvörðun um biðfélaga. Hins vegar höfðu sumir, sem þess óskuðu, fengið samþykkta biðaðild af áðurnefndum framkvæmdastjóra. Á sama tíma er fjöldi fólks á félagatali BÍ sem fyrir margt löngu hætti í blaðamennsku og sneri sé að störfum á öðrum vettvangi. Þar má t.d. finna nokkra núverandi alþingismenn, upplýsingafulltrúa stofnana, fyrirtækja og einstaklinga og einstaka rithöfund. Margir sem misstu vinnuna í uppsagnahrinum á fjölmiðlum, þ.m.t. sú sem þetta ritar, duttu hins vegar samstundis út af félagatalinu - jafnvel þvert á eigin óskir - og hafa því ekki atkvæðarétt á aðalfundi. Fyrir aðalfund BÍ árið 2010 var alls óljóst hver hafði aðild að félaginu - og þar af leiðandi atkvæðarétt - og hver ekki. Þar af leiðandi var líka óljóst hverjir höfðu málfrelsi og tillögurétt á fundinum og hverjir voru kjörgengir. Þannig var því aldrei svarað hvort framkvæmdastjórinn væri sjálfur kjörgengur en miðað við lög félagins benti allt til þess að svo væri ekki. Eitt loforð gefið - eitt loforð svikið M.a. vegna þessara vafaatriða var lagt til í upphafi aðalfundarins að fresta kjöri formanns og stjórnar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum samþykkti aðalfundur frávísun á þessa tillögu. Framkvæmdastjórinn og tilvonandi formaður hélt dramatíska (og mjög langa) ræðu um dugnað sinn í starfi (þ.m.t. fyrir að hafa rekið „skúringakellinguna" og tekið að sér skúringar sjálfur) og veifaði reikningum sem enginn fékk að skoða. Hann svaraði hins vegar í engu þeim mikilvægu spurningum sem voru spurðar, að því undanskildu að hann sagðist ekki ætla sér að vera starfandi formaður, heldur aðeins formaður. Formaður BÍ hafði áður 80 þúsund krónur í mánaðartekjur en framkvæmdastjórinn að því er virðist í kringum 700 þúsund krónur. Frá þessum aðalfundi hefur lítið borið á stjórn BÍ. Vonir stóðu til að lög félagsins yrðu endurskoðuð en svo fór ekki. Starfið hefur verið í lágmarki og opnir fundir, sem annars voru yfirleitt vel sóttir, hafa legið niðri. Formaðurinn réð framkvæmdastjóra í hlutastarf - án auglýsingar - en hélt sínum tekjum sem formaður, þvert á yfirlýsingar sem hann gaf á aðalfundinum. Á morgun, fimmtudag, koma félagar í BÍ saman til aðalfundar. Að þessu sinni er formaður ekki sjálfkjörin en valið stendur milli sitjandi formanns, Hjálmars Jónssonar, og Ingimars Karls Helgasonar. Ingmar hefur gert vel grein fyrir þeim áherslum sem hann vill taka með sér inn í stjórn BÍ en um þær má m.a. lesa á vefsvæðinu press.is, þar sem Hjálmar gerir einnig grein fyrir sínum sjónarmiðum. Hvernig sem á það er litið þá þarf að efla að Blaðamannafélag Íslands og mynda traust um starfsemi þess. Það traust er ekki fyrir hendi í dag og núverandi formaður hefur ekkert aðhafst í að lagfæra þá annmarka sem athygli var vakin á fyrir síðasta aðalfund. Félagar fjölmenna vonandi á fundinn og kjósa breytingar til batnaðar. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun