Viðskipti innlent

Aðalfundur Landsbankans er í dag

Aðalfundur Landsbankans verður haldinn í dag, klukkan 15.00, á Hilton Reykjavík Nordica. Ársreikningur bankans hefur nú þegar verið kunngerður. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Að dagskrá lokinni mun Steven Davis, framkvæmdastjóri og stofnandi ráðgjafafyrirtækisins Davis International Banking Consultants (DIBS), halda fyrirlestur um reynslu Norðmanna og Dana af endurreisn bankakerfisins á tíunda áratugnum. Steven Davis er ráðgjafi Landsbankans. Hann hefur unnið að stefnumótun, samrunum og skipulagsmálum fjármálafyrirtækja um áratuga skeið og  ritað fjölda bóka og rannsóknargreina um helstu viðfangsefni sem bankar og tryggingarfélög standa frammi fyrir í alþjóðlegu umhverfi.

Dagskrá aðalfundarins er sem hér segir:

1. Skýrsla Bankaráðs um starfsemi bankans árið 2010.

2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar.

3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar á reikningsárinu 2010.

4. Tillaga Bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar.

5. Tillögur um breytingar á samþykktum.

6. Kosning Bankaráðs.

7. Kosning endurskoðenda.

8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir störf þeirra fram að næsta aðalfundi.

9. Önnur mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×