Viðskipti innlent

Sum fyrirtæki myndu ekki lifa af verkfall

Andrés Magnússon.
Andrés Magnússon.
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir í Morgunblaðinu í dag að sum fyrirtæki myndu ekki lifa af allsherjarverkfall og hrynja hvert af öðru. Hann bendir á að um 40 prósent launafólks á almennum vinnumarkaði vinni í verslun og ferðaþjónustu. Andrés segir hættu á að lífskjör á Íslandi sigli hraðbyr í átt til þess sem þekkist í Austur Evrópu.

Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að allt yrði að gera til að forða verkföllum ef koma ætti í veg fyrir að mikil ógæfa gengi yfir þjóðina. Horfur væru á metferðamannasumri og umræðan ein um möguleg verkföll gæti orðið til þess að ferðamenn afbókuðu ferðir til Íslands. Reynslan sýndi það og því væri brýnt að gera kjarasamninga á allra næstu dögum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×