Reitun heldur lánshæfi OR óbreyttu í B+ 11. apríl 2011 07:26 Íslenska matsfyrirtækið Reitun ehf. birti fyrir helgina uppfært lánshæfismat fyrir Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Einkunnin er B+ með stöðugum horfum. Í tilkynningu segir að einkunnagjöf Reitunar er lítillega frábrugðin þeirri aðferðafræði sem almennt þekkist. Ríkissjóður myndar grunn að einkunn til viðmiðunar við útgefendur. Einkunnaflokkar eru A,B,C og D. Undirflokkar eru +,0,-. Samtals eru 12 flokkar. Til viðbótar er tilgreint hvort horfur séu jákvæðar, stöðugar eða neikvæðar. Orkuveita Reykjavíkur gerði samning við Reitun s.l. haust um greiningu og mat á lánshæfi fyrirtækisins gagnvart fjárfestum á skuldabréfamarkaði. Markmiðið er að gera fjárfestum kleift að fá álit óháðra aðila á fjármálum fyrirtækisins. Reitun er dótturfélag IFS Greiningar og var stofnað fyrr á þessu ári. Í mati Reitunar um Orkuveitu Reykjavíkur segir: „Stjórnendur OR hafa þurft að grípa til enn frekari aðgerða vegna fjármögnunarvanda fyrirtækisins. Í byrjun árs var orðið ljóst að lánsfjármögnun erlendis var ekki í boði og reyndi því á eigendur að styðja við félagið. Nú hafa verið settar fram nýjar áætlanir til ársins 2016 sem ekki gera ráð fyrir erlendri fjármögnun. OR fær 12 milljarða kr. eigendalán, hagrætt verður enn frekar í rekstri, gjaldskrár hækkaðar, auk þess sem eignir verða seldar til að mæta afborgunum lána næstu sex ára. Gert er ráð fyrir að skuldir greiðist niður um 87,2 milljarða kr. á tímabilinu, eða sem svarar 39% vaxtaberandi skulda OR í lok árs 2010. Verulega hefur því verið dregið úr endurfjármögnunaráhættu, en eftir stendur að áætluð eignasala er ekki í hendi. Gengislækkun krónunnar næstu misserin getur einnig sett strik í reikninginn og kallað á frekari hagræðingu, gjaldskrárhækkanir og frestun framkvæmda. Að teknu tilliti til bakábyrgðar Reykjavíkurborgar leiddi uppfært mat okkar til óbreytts lánshæfis OR í flokki B+ með stöðugum horfum.“ „Standist fyrirliggjandi fjárhagsáætlun, og þá sérstaklega m.t.t. áætlaðs sjóðstreymis af eignasölu, og gangi lækkun skulda eftir, mun það leiða til hækkunar lánshæfis. Ytri þættir, s.s. styrking krónunnar, lægri vextir, og batnandi fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar myndu að öllum líkindum einnig hafa áhrif til hækkunar. Verulegar vaxtahækkanir á lánasafnið, fjárfestingarþörf umfram áætlun án nýrra verkefna, og frekari gengislækkun íslensku krónunnar hefðu að öllum líkindum áhrif til lækkunar lánshæfismats að öðru óbreyttu.“ Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Íslenska matsfyrirtækið Reitun ehf. birti fyrir helgina uppfært lánshæfismat fyrir Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Einkunnin er B+ með stöðugum horfum. Í tilkynningu segir að einkunnagjöf Reitunar er lítillega frábrugðin þeirri aðferðafræði sem almennt þekkist. Ríkissjóður myndar grunn að einkunn til viðmiðunar við útgefendur. Einkunnaflokkar eru A,B,C og D. Undirflokkar eru +,0,-. Samtals eru 12 flokkar. Til viðbótar er tilgreint hvort horfur séu jákvæðar, stöðugar eða neikvæðar. Orkuveita Reykjavíkur gerði samning við Reitun s.l. haust um greiningu og mat á lánshæfi fyrirtækisins gagnvart fjárfestum á skuldabréfamarkaði. Markmiðið er að gera fjárfestum kleift að fá álit óháðra aðila á fjármálum fyrirtækisins. Reitun er dótturfélag IFS Greiningar og var stofnað fyrr á þessu ári. Í mati Reitunar um Orkuveitu Reykjavíkur segir: „Stjórnendur OR hafa þurft að grípa til enn frekari aðgerða vegna fjármögnunarvanda fyrirtækisins. Í byrjun árs var orðið ljóst að lánsfjármögnun erlendis var ekki í boði og reyndi því á eigendur að styðja við félagið. Nú hafa verið settar fram nýjar áætlanir til ársins 2016 sem ekki gera ráð fyrir erlendri fjármögnun. OR fær 12 milljarða kr. eigendalán, hagrætt verður enn frekar í rekstri, gjaldskrár hækkaðar, auk þess sem eignir verða seldar til að mæta afborgunum lána næstu sex ára. Gert er ráð fyrir að skuldir greiðist niður um 87,2 milljarða kr. á tímabilinu, eða sem svarar 39% vaxtaberandi skulda OR í lok árs 2010. Verulega hefur því verið dregið úr endurfjármögnunaráhættu, en eftir stendur að áætluð eignasala er ekki í hendi. Gengislækkun krónunnar næstu misserin getur einnig sett strik í reikninginn og kallað á frekari hagræðingu, gjaldskrárhækkanir og frestun framkvæmda. Að teknu tilliti til bakábyrgðar Reykjavíkurborgar leiddi uppfært mat okkar til óbreytts lánshæfis OR í flokki B+ með stöðugum horfum.“ „Standist fyrirliggjandi fjárhagsáætlun, og þá sérstaklega m.t.t. áætlaðs sjóðstreymis af eignasölu, og gangi lækkun skulda eftir, mun það leiða til hækkunar lánshæfis. Ytri þættir, s.s. styrking krónunnar, lægri vextir, og batnandi fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar myndu að öllum líkindum einnig hafa áhrif til hækkunar. Verulegar vaxtahækkanir á lánasafnið, fjárfestingarþörf umfram áætlun án nýrra verkefna, og frekari gengislækkun íslensku krónunnar hefðu að öllum líkindum áhrif til lækkunar lánshæfismats að öðru óbreyttu.“
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira