Viðskipti innlent

Sameining afurðastöðva sparar 1,8 milljarða

Sameining afurðastöðva hefur skilað 1,8 milljarða sparnaði á miðað við heilt ár. Þetta kom fram á aðalfundi Auðhumlu sem haldinn var sl. föstudag og var full mæting fulltrúa, en alls eru kjörnir 59 fulltrúar.

Fjallað er um málið á vefsíðunni naut.is. Þar segir að þá sátu fundinn einnig hluti starfsmanna auk gesta. Að sögn Egils Sigurðssonar, stjórnarformanns Auðhumlu, urðu miklar umræður á fundinum um reksturinn og þann árangur sem endurskipulagning fyrirtækisins og sameining vinnslustöðva er að skila í bættri afkomu og lýstu fundarmen ánægju með það.

„Umtalsverður rekstrabati varð á milli ára en afkoma breyttist úr 624 milljóna kr. tapi árið 2009 í 142 milljóna kr. hagnað fyrir skatta árið 2010, sem er bati á milli ára uppá 766 milljónir kr. fyrir skatta. Á ársgrunni er sú hagræðing 1.800 milljónir kr. sem tekist hefur að lækka kostnað í  iðnaðinum á umliðnum árum“, sagði Egill í viðtali við naut.is.

Á fundinum var einnig töluvert rætt um stöðu búvörulaga og meðferð umframmjólkur og þá ógn sem  það gæti skapað bændum ef  af brotum  búvörulögum verði látin óáreitt.

Á fundinum var lögð fram tillaga að breytingum á samþykktum Auðhumlu, þess eðlis að stjórnarmönnum yrði fækkað úr 7 í 5 en tillagan var felld með miklum mun og greiddu aðeins tveir fulltrúar tillögunni  atkvæði. Það kom fram að en væri full þörf á að hafa 7 manna stjórn til að tryggja tengingu við félagsmenn og að fleiri sjónarmið kæmust að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×