Viðskipti innlent

Greiðslukortaveltan jókst um 1,6% milli ára

Kreditkortavelta heimila jókst um 1,1% í janúar–febrúar í ár miðað við janúar– febrúar í fyrra. Debetkortavelta jókst um 2,3% á sama tíma.

Þetta kemur fram í hagvísum Hagstofunnar. Þar segir að samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar–febrúar í ár um 1,6% miðað við janúar–febrúar í fyrra.

Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis jókst um 17,3% en erlend greiðslukortavelta hérlendis dróst saman um 4,5% í febrúar 2011 miðað við sama mánuð árið áður.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 2,3% (miðað við vísitöluna í janúar– febrúar) sem veldur 0,7% raunlækkun á innlendri greiðslukortaveltu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×