FH-ingar sópuðu til sín verðlaunum - Ásbjörn valinn bestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 12:15 Allir verðlaunahafarnir í dag. Mynd/Valli FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Ásbjörn Friðriksson hefur spilaði vel í vetur og varð með 48 mörk í sjö leikjum liðsins í umferðum 15 til 21 sem gerir 6,9 mörk að meðaltali í leik. „Ásbjörn hefur leikið eins og herforingi í vetur, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en stjórnun hans og markaskorun hafa fleytt FH-ingum yfir erfiða þröskulda. Ásbjörn er markahæsti leikmaður FH í vetur, stýrir sóknarleik liðsins af myndarskap og er góður varnarmaður," segir í umfjöllun um Ásbjörn. FH-ingar fengu 13 af 14 mögulegum stigum út úr þriðja hluta N1 deildar karla og tryggðu sér með því annað sætið og langþráðan þátttökurétt í úrslitakeppninni. „Kristján og Einar Andri hafa stýrt sterku FH-liði af myndarskap í vetur, en liðinu hefur vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið og þykir til alls líklegt í úrslitakeppninni. FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum á haustmánuðum og örugg stjórnun Kristjáns og Einars Andra gæti skilað titli í hús," segir í umfjöllun um bestu þjálfarana og FH-ingar áttu líka besta varnarmanninn. „Sigurgeir hefur verið sem ókleifur hamarinn í vörn FH-inga í vetur, frábær varnarmaður sem býr yfir þeim ágæta kosti að gera meðspilara sína betri. Hann er algjör lykilmaður í varnarleik FH, en Hafnfirðingar fengu á sig fæst mörk allra liða í N1-deild karla í vetur," segir í umfjöllun um Sigurgeir Árna. HK-ingurinn Bjarki Már Elísson og Akureyringurinn Bjarni Fritzson voru báðir í úrvalsliðinu í annað skiptið í vetur en hinir sex leikmenn úrvalsliðins voru að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Úrvalslið umferða 15-21 í N1 deild karla í handbolta:Markvörður: Hlynur Morthens, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, HKVinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FHMiðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FHHægri skytta: Ernir Hrafn Arnarsson, ValHægra horn: Bjarni Fritzson, AkureyriLínumaður: Orri Freyr Gíslason, ValBesti þjálfarinn: Kristján Arason og Einar Andri Einarsson hjá FHBesti varnarmaðurinn: Sigurgeir Árni Ægisson hjá FHBesta umgjörðin: FHBestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson Olís-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Sjá meira
FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Ásbjörn Friðriksson hefur spilaði vel í vetur og varð með 48 mörk í sjö leikjum liðsins í umferðum 15 til 21 sem gerir 6,9 mörk að meðaltali í leik. „Ásbjörn hefur leikið eins og herforingi í vetur, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en stjórnun hans og markaskorun hafa fleytt FH-ingum yfir erfiða þröskulda. Ásbjörn er markahæsti leikmaður FH í vetur, stýrir sóknarleik liðsins af myndarskap og er góður varnarmaður," segir í umfjöllun um Ásbjörn. FH-ingar fengu 13 af 14 mögulegum stigum út úr þriðja hluta N1 deildar karla og tryggðu sér með því annað sætið og langþráðan þátttökurétt í úrslitakeppninni. „Kristján og Einar Andri hafa stýrt sterku FH-liði af myndarskap í vetur, en liðinu hefur vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið og þykir til alls líklegt í úrslitakeppninni. FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum á haustmánuðum og örugg stjórnun Kristjáns og Einars Andra gæti skilað titli í hús," segir í umfjöllun um bestu þjálfarana og FH-ingar áttu líka besta varnarmanninn. „Sigurgeir hefur verið sem ókleifur hamarinn í vörn FH-inga í vetur, frábær varnarmaður sem býr yfir þeim ágæta kosti að gera meðspilara sína betri. Hann er algjör lykilmaður í varnarleik FH, en Hafnfirðingar fengu á sig fæst mörk allra liða í N1-deild karla í vetur," segir í umfjöllun um Sigurgeir Árna. HK-ingurinn Bjarki Már Elísson og Akureyringurinn Bjarni Fritzson voru báðir í úrvalsliðinu í annað skiptið í vetur en hinir sex leikmenn úrvalsliðins voru að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Úrvalslið umferða 15-21 í N1 deild karla í handbolta:Markvörður: Hlynur Morthens, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, HKVinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FHMiðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FHHægri skytta: Ernir Hrafn Arnarsson, ValHægra horn: Bjarni Fritzson, AkureyriLínumaður: Orri Freyr Gíslason, ValBesti þjálfarinn: Kristján Arason og Einar Andri Einarsson hjá FHBesti varnarmaðurinn: Sigurgeir Árni Ægisson hjá FHBesta umgjörðin: FHBestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
Olís-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Sjá meira