Viðskipti innlent

Áætlar að atvinnuleysið minnki í 8,1 til 8,5% í apríl

Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í apríl minnki frá marsmánuði og verði á bilinu 8,1% - 8,5%.

Þetta kemur fram í yfirliti Vinnumálastofnunnar um atvinnuleysið í mars sem birt var hér á vefnum fyrr í dag. Þar kemur fram að í apríl í fyrra var atvinnuleysi 9%, en 9,3% í mars það ár. Því hefur dregið nokkuð úr atvinnuleysinu miðað við árið í fyrra.

Eins og áður hefur komið fram var skráð atvinnuleysi í mars síðastliðnum 8,6% en að meðaltali 13.757 manns voru atvinnulausir í mars og breyttist hlutfallstala atvinnuleysis ekki frá febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×