Stefnir í besta ferðamannaár í sögunni 13. apríl 2011 17:22 Icelandair áætlar að ferðamönnum muni fjölga um 15-20% í sumar. Þar með gæti árið orðið stærsta ferðaár sögunnar. Um er að ræð 75-100 þúsund fleiri ferðamenn 2011 en í fyrra. Í tilkynningu segir að áætlað sé að 50% fleiri ferðamenn komi til landsins með Icelandair í apríl en í sama mánuði í fyrra og 15% fleiri en 2009. Jafnframt er áætlað að fjölgunin verði 15-20% yfir vor- og sumarmánuðina framundan samkvæmt bókunum félagsins. Því má reikna með að um 75-100 þúsund fleiri ferðamenn sæki Ísland heim í ár en á síðasta ári og þeir verði í heild allt að 600 þúsund. Gjaldeyristekjur af aukningunni einni verði þannig um 30 milljarðar króna. Þetta er einhver mesti vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi á einu ári frá upphafi mælinga. "Þegar við ákváðum að auka flugframboð okkar á þessu ári og bættum tveimur Boeing 757 vélum við flugflotann, settum við okkur markmið um að vaxa á ferðamannamarkaðinum til Íslands, og nú sýna bókanir fyrir vorið og sumarið um 15-20% fjölgun farþega Icelandair til landsins. Þessi árangur er afrakstur af auknu flugframboði og öflugu heils árs markaðsstarfi Icelandair í vetur, og jákvæðra áhrifa af "Inspired by Iceland" átakinu gætir enn. Þetta er í samræmi við þær áætlanir sem við höfum áður kynnt og að sjálfsögðu háð því að ófyrirséðir atburðir setji ekki strik í reikninginn,"segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Hinn mikla vöxt milli ára í aprílmánuði má einnig rekja til áhrifa eldgossins á síðasta ári, en síðari hluta aprílmánaðar afbókuðu margir ferðir sínar. Þessara áhrifa gætir einnig í maí. Samt sem áður er um mikla aukningu frá árinu 2009 að ræða og hjá Icelandair verður aprílmánuður sá stærsti frá upphafi þegar miðað er við fjölda ferðamanna til landsins. Svipaður fjöldi ferðamanna, eða um 500 þúsund, kom til Íslands árin 2009 og 2010. Á síðasta vori var útlit fyrir töluverða fjölgun ferðamanna, en eldgosið í Eyjafjallajökli dró úr áhuga á Íslandsheimsókn og um tíma stefndi í hrun. Úr því rættist, m.a. með sameiginlegu markaðs- og kynningarátaki undir merki "Inspired by Iceland", og ferðamannafjöldinn varð svipaður og árið á undan. Beinar gjaldeyristekjur af komu erlendra ferðamanna á árinu 2009 og 2010 voru um 155 milljarðar króna og því má gera ráð fyrir að aukningin í ár auki gjaldeyristekjur þjóðarbúsins um 30 milljarða króna. "Ferðaþjónustan er ein af undirstöðuatvinnugreinunum hér á landi og hún byggir mjög mikið á leiðakerfi Icelandair, eins og þessar tölur sína. Þegar okkur tekst að auka flugframboðið eins og við gerum nú í ár, þá fylgir því gjarnan samsvarandi fjölgun ferðamanna vegna þess hve mikilvæg starfsemi félagsins er. Því er ánægjulegt, nú þegar eitt ár er liðið frá upphafi eldgossins í Eyjafjallajökli, að sjá að nú stefnir í mikla fjölgun í vor, og einnig í september og október, en langtíma markmið okkar er að lengja ferðamannatímann og leggja áherslu á vetrarferðamennsku", segir Birkir. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Icelandair áætlar að ferðamönnum muni fjölga um 15-20% í sumar. Þar með gæti árið orðið stærsta ferðaár sögunnar. Um er að ræð 75-100 þúsund fleiri ferðamenn 2011 en í fyrra. Í tilkynningu segir að áætlað sé að 50% fleiri ferðamenn komi til landsins með Icelandair í apríl en í sama mánuði í fyrra og 15% fleiri en 2009. Jafnframt er áætlað að fjölgunin verði 15-20% yfir vor- og sumarmánuðina framundan samkvæmt bókunum félagsins. Því má reikna með að um 75-100 þúsund fleiri ferðamenn sæki Ísland heim í ár en á síðasta ári og þeir verði í heild allt að 600 þúsund. Gjaldeyristekjur af aukningunni einni verði þannig um 30 milljarðar króna. Þetta er einhver mesti vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi á einu ári frá upphafi mælinga. "Þegar við ákváðum að auka flugframboð okkar á þessu ári og bættum tveimur Boeing 757 vélum við flugflotann, settum við okkur markmið um að vaxa á ferðamannamarkaðinum til Íslands, og nú sýna bókanir fyrir vorið og sumarið um 15-20% fjölgun farþega Icelandair til landsins. Þessi árangur er afrakstur af auknu flugframboði og öflugu heils árs markaðsstarfi Icelandair í vetur, og jákvæðra áhrifa af "Inspired by Iceland" átakinu gætir enn. Þetta er í samræmi við þær áætlanir sem við höfum áður kynnt og að sjálfsögðu háð því að ófyrirséðir atburðir setji ekki strik í reikninginn,"segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Hinn mikla vöxt milli ára í aprílmánuði má einnig rekja til áhrifa eldgossins á síðasta ári, en síðari hluta aprílmánaðar afbókuðu margir ferðir sínar. Þessara áhrifa gætir einnig í maí. Samt sem áður er um mikla aukningu frá árinu 2009 að ræða og hjá Icelandair verður aprílmánuður sá stærsti frá upphafi þegar miðað er við fjölda ferðamanna til landsins. Svipaður fjöldi ferðamanna, eða um 500 þúsund, kom til Íslands árin 2009 og 2010. Á síðasta vori var útlit fyrir töluverða fjölgun ferðamanna, en eldgosið í Eyjafjallajökli dró úr áhuga á Íslandsheimsókn og um tíma stefndi í hrun. Úr því rættist, m.a. með sameiginlegu markaðs- og kynningarátaki undir merki "Inspired by Iceland", og ferðamannafjöldinn varð svipaður og árið á undan. Beinar gjaldeyristekjur af komu erlendra ferðamanna á árinu 2009 og 2010 voru um 155 milljarðar króna og því má gera ráð fyrir að aukningin í ár auki gjaldeyristekjur þjóðarbúsins um 30 milljarða króna. "Ferðaþjónustan er ein af undirstöðuatvinnugreinunum hér á landi og hún byggir mjög mikið á leiðakerfi Icelandair, eins og þessar tölur sína. Þegar okkur tekst að auka flugframboðið eins og við gerum nú í ár, þá fylgir því gjarnan samsvarandi fjölgun ferðamanna vegna þess hve mikilvæg starfsemi félagsins er. Því er ánægjulegt, nú þegar eitt ár er liðið frá upphafi eldgossins í Eyjafjallajökli, að sjá að nú stefnir í mikla fjölgun í vor, og einnig í september og október, en langtíma markmið okkar er að lengja ferðamannatímann og leggja áherslu á vetrarferðamennsku", segir Birkir.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira