Valskonur meistarar eftir vítakastkeppni Elvar Geir Magnússon í Vodafone-höllinni skrifar 13. apríl 2011 21:44 Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik. Framkonur þurfa því fjórða árið í röð að gera sér silfrið að góðu. Valskonur byrjuðu leikinn betur en Framliðið var lengur í gang. Leikurinn var gjörólíkur fyrri tveimur leikjum þessara liða í úrslitunum og öll skot virtust inni. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Val en í fararbroddi var Hrafnhildur Skúladóttir. Varnarleikur beggja liða í hálfleiknum var arfaslakur og markvarslan í lágmarki. Þjálfararnir hafa farið yfir vörnina yfir te-bollanum í hálfleik því sá þáttur batnaði mikið í seinni hálfleiknum og markvarslan kom þá með. Grimmdin og ákveðnin hjá þeim bláklæddu var talsvert meiri en í leikjunum á undan og þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan hnífjöfn 21-21. Mikill hávaði var í húsinu, þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Vals enda bikar í sjónmáli. Mikil spenna var í lokin. Þegar 15 sekúndur voru eftir fékk Kristín Guðmundsdóttir ansi umdeilda brottvísun í Valsliðinu en staðan var þá 27-26. Birna Berg Haraldsdóttir jafnaði svo 27-27 þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Val ekki til að skora svo framlengja þurfti leikinn. Spennan hélt áfram og í lokin á framlengingunni varði Íris Björk Símonardóttir frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Staðan að lokinni framlengingu var staðan 31-31 og því þurfti aðra framlengingu til að knýja fram úrslitin. Á þeim tíu mínútum sem önnur framlengingin tók náðu liðin aðeins að skora eitt mark hvor. 32-32 og því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Eitthvað sem fréttaritari hafði aldrei séð með eigin augum.Vítakastkeppnin: 1-0 Anett Köbli skorar fyrir Val 1-0 Guðný Jenný Ásmundsdóttir ver frá Stellu Sigurðardóttur 2-0 Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 2-1 Birna Berg Haraldsdóttir skorar fyrir Fram 3-1 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 3-2 Ásta Birna Gunnarsdóttir skorar fyrir Fram 4-2 Kristín Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 4-3 Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar fyrir Fram 5-3 Hrafnhildur Skúladóttir skorar fyrir Val Valur - Fram 37-35 (32-32, 31-31, 27-27, 18-15)Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir11/2 (16/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9 (15), Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3/3 (6/1), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 7.Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Hrafnhildur Ósk 3 , Anna Úrsúla, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 6 (Ragnhildur Rósa 2, Anna Úrsúla, Rebekka Rut, Íris Ásta)Brottvísanir: 10 mínúturMörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2 (19/3), Karen Knútsdóttir 7/2 (12/2) ,Birna Berg Haraldsdóttir 4 (7), Pavla Nevarilova 3 (7), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 19.Hraðaupphlaup: 3 (Guðrún Þóra, Stella, Karen)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Pavla 2, Stella)Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik. Framkonur þurfa því fjórða árið í röð að gera sér silfrið að góðu. Valskonur byrjuðu leikinn betur en Framliðið var lengur í gang. Leikurinn var gjörólíkur fyrri tveimur leikjum þessara liða í úrslitunum og öll skot virtust inni. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Val en í fararbroddi var Hrafnhildur Skúladóttir. Varnarleikur beggja liða í hálfleiknum var arfaslakur og markvarslan í lágmarki. Þjálfararnir hafa farið yfir vörnina yfir te-bollanum í hálfleik því sá þáttur batnaði mikið í seinni hálfleiknum og markvarslan kom þá með. Grimmdin og ákveðnin hjá þeim bláklæddu var talsvert meiri en í leikjunum á undan og þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan hnífjöfn 21-21. Mikill hávaði var í húsinu, þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Vals enda bikar í sjónmáli. Mikil spenna var í lokin. Þegar 15 sekúndur voru eftir fékk Kristín Guðmundsdóttir ansi umdeilda brottvísun í Valsliðinu en staðan var þá 27-26. Birna Berg Haraldsdóttir jafnaði svo 27-27 þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Val ekki til að skora svo framlengja þurfti leikinn. Spennan hélt áfram og í lokin á framlengingunni varði Íris Björk Símonardóttir frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Staðan að lokinni framlengingu var staðan 31-31 og því þurfti aðra framlengingu til að knýja fram úrslitin. Á þeim tíu mínútum sem önnur framlengingin tók náðu liðin aðeins að skora eitt mark hvor. 32-32 og því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Eitthvað sem fréttaritari hafði aldrei séð með eigin augum.Vítakastkeppnin: 1-0 Anett Köbli skorar fyrir Val 1-0 Guðný Jenný Ásmundsdóttir ver frá Stellu Sigurðardóttur 2-0 Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 2-1 Birna Berg Haraldsdóttir skorar fyrir Fram 3-1 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 3-2 Ásta Birna Gunnarsdóttir skorar fyrir Fram 4-2 Kristín Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 4-3 Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar fyrir Fram 5-3 Hrafnhildur Skúladóttir skorar fyrir Val Valur - Fram 37-35 (32-32, 31-31, 27-27, 18-15)Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir11/2 (16/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9 (15), Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3/3 (6/1), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 7.Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Hrafnhildur Ósk 3 , Anna Úrsúla, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 6 (Ragnhildur Rósa 2, Anna Úrsúla, Rebekka Rut, Íris Ásta)Brottvísanir: 10 mínúturMörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2 (19/3), Karen Knútsdóttir 7/2 (12/2) ,Birna Berg Haraldsdóttir 4 (7), Pavla Nevarilova 3 (7), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 19.Hraðaupphlaup: 3 (Guðrún Þóra, Stella, Karen)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Pavla 2, Stella)Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira