Steingrímur segir lækkun lánshæfismats óréttlætanlega Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. apríl 2011 17:58 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Ekki er hægt að réttlæta lækkun lánshæfismats nú þegar efnahagslífið á Íslandi er að taka við sér. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra við fréttastofu Reuters í dag. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti á miðvikudaginn að lánshæfismat Íslands yrði mögulega lækkað í ruslflokk vegna þess að Icesave málið er óleyst. „Ég held að lækkun lánshæfismats yrði mjög óheppileg og óréttlætanleg," sagði Steingrímur. „Ef þú lítur á styrkleika í íslenska hagkerfinu þá gengur okkur nokkuð vel. Við erum að ná hagvexti aftur og við erum komin í gegnum mestu erfiðleikana. Við erum á uppleið aftur og lækkun lánshæfismats yrði mjög skrýtið," bætti Steingrímur við. Steingrímur sagði að Holland og Bretland fengu greitt út úr þrotabúi Landsbankans þó að Icesave samningurinn hefði ekki verið samþykktur. Hollendingar og Bretar fengu peningana hins vegar ekki frá íslenskum skattgreiðendum. Steingrímur sagði að umtalsverð fjárhæð, að minnsta kosti þriðjungur upphæðarinnar, verði greiddur fyrir jól. Afgangurinn verði greiddur á allt að þremur árum. Þá sé hugsanlegt að þrotabúið muni standa undir greiðslu á öllum Icesave innlánunum. Steingrímur segir í samtali við Reuters að hann hafi engar áhyggjur af fjármögnun ríkissjóðs. Ríkissjóður sé fjármagnaður að fullu og geti staðið skil á greiðslum allt til ársins 2015. Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Ekki er hægt að réttlæta lækkun lánshæfismats nú þegar efnahagslífið á Íslandi er að taka við sér. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra við fréttastofu Reuters í dag. Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti á miðvikudaginn að lánshæfismat Íslands yrði mögulega lækkað í ruslflokk vegna þess að Icesave málið er óleyst. „Ég held að lækkun lánshæfismats yrði mjög óheppileg og óréttlætanleg," sagði Steingrímur. „Ef þú lítur á styrkleika í íslenska hagkerfinu þá gengur okkur nokkuð vel. Við erum að ná hagvexti aftur og við erum komin í gegnum mestu erfiðleikana. Við erum á uppleið aftur og lækkun lánshæfismats yrði mjög skrýtið," bætti Steingrímur við. Steingrímur sagði að Holland og Bretland fengu greitt út úr þrotabúi Landsbankans þó að Icesave samningurinn hefði ekki verið samþykktur. Hollendingar og Bretar fengu peningana hins vegar ekki frá íslenskum skattgreiðendum. Steingrímur sagði að umtalsverð fjárhæð, að minnsta kosti þriðjungur upphæðarinnar, verði greiddur fyrir jól. Afgangurinn verði greiddur á allt að þremur árum. Þá sé hugsanlegt að þrotabúið muni standa undir greiðslu á öllum Icesave innlánunum. Steingrímur segir í samtali við Reuters að hann hafi engar áhyggjur af fjármögnun ríkissjóðs. Ríkissjóður sé fjármagnaður að fullu og geti staðið skil á greiðslum allt til ársins 2015.
Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira